Erlent

Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fólk hefur þurft að bíða í marga klukkutíma til að komast inn í Westminster Hall.
Fólk hefur þurft að bíða í marga klukkutíma til að komast inn í Westminster Hall. AP Photo/Felipe Dana

Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 

Fram kemur í frétt á vef breska ríkisútvarpsins að röðin liggi nú frá Westminster Hall og meðfram suðurbakka árinnar Thames nærri alla leið að Southwark Park. Margir hafa beðið í röðinni í alla nótt.

Mikill viðbúnaður er í Lundúnum vegna síðustu legu Elísabetar í Westminster Hall en vegna mannmergðarinnar hefur fólk verið varað við því að það gæti þurft að bíða í allt að tólf tíma í röðinni. 

Númerum verður þá deilt út þannig að fólk geti skroppið frá til að fara á salernið og sækja sér mat og drykk. Sjálfboðaliðar munu þá huga að velferð fólks í röðinni og fyrst hjálp verður nálæg. Yfirvöld munu auk þess veita upplýsingar um stöðu raðarinnar frá hverjum tíma, hvar tiltekin númer eru stödd á leiðinni inn í Westminster Hall. 

Kista Elísabetar verður í Westminster Hall þar til á mánudagsmorgun, þegar útför hennar fer fram. Hermenn, sem hafa þjónað fjölskyldu drottningarinnar, standa heiðursvörð um kistuna 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×