Boðið er upp á tvær leiðir til að gerast viðskiptavinur fyrir aðra en Tesla eigendur. Hægt er að velja að greiða fast mánaðargjald (1800 kr. á Íslandi) í appinu til að fá aðgang að lægra hleðsluverði pr. kWh.. Þá er verðið það sama og Tesla eigendur greiða (að meðaltali 61,60 kr. pr. kWh. á Íslandi). Þeir sem kjósa ekki að greiða fast mánaðargald geta hlaðið en greiða hærra verð pr. kWh. (79 kr. pr. kWh. á Íslandi). Verðin á stöðvunum eru mismunandi eftir landsvæðum en allar upplýsingar um verð á hleðslu má finna í Tesla appinu.

Meðal þess sem kom fram í tilkynningunni frá Tesla var yfirferð yfir sögu Supercharge stöðvanna.
„Í desember 2019, opnaði Tesla af fyrstu Supercharger hraðhleðslustöðina á Íslandi. Í dag eru stöðvarnar alls 8 talsins með hleðslutengi fyrir 35 bifreiðar og eru staðsettar hringinn í kringum landið. Sumarið 2021 kláruðum við að tengja hringveginn sem gerir ferðalög á rafmagnsbifreiðum enn einfaldari og þægilegri.
Í nóvember 2021 hófum við tilraunaverkefni með því að opna hluta af hraðahleðslustöðvunum okkar erlendis og í dag opnum við hluta af stöðvunum okkar hér á Íslandi til að styðja markmið okkar um að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í notkun á sjálfbærri orku. Í dag munum við opna valdar fimm stöðvar á Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Höfn og Kirkjubæjarklaustri fyrir öllum eigendum rafbíla.

Þessar fimm stöðvar sem innihalda hleðslutengi fyrir 20 bifreiðar eru hluti af tilraunaverkefninu okkar á Íslandi, sem gerir það að einu stærsta hraðhleðsluneti landsins. Þessi stækkun styrkir stöðu Supercharger hraðhleðslunets Tesla sem er stærsta hraðhleðslunet (> 150 kW) í Evrópu.
Greiður aðgangur að stóru, þægilegu og áreiðanlegu hraðhleðsluneti er mikilvægt fyrir notkun rafbíla og til að mæta þeirri þróun í fjölgun þeirra á götum landsins. Einmitt þess vegna höfum við, frá því að við opnuðum fyrstu Supercharger hraðhleðslustöðina okkar árið 2012, verið staðráðin í hraðri stækkun netsins. Í dag rekum hraðhleðslunet þar sem 35.000 bifreiðar geta hlaðið á sama tíma.“