Að virða niðurstöður kosninga Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. september 2022 15:01 Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Talsvert hefur verið rætt um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga af hálfu þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Hefur þar verið skírskotað til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögurnar sem fram fór haustið 2012. Hins vegar hafa kjósendur gengið talsvert oftar að kjörborðinu síðan. Þannig hefur fjórum sinnum verið kosið til þings frá því að þjóðaratkvæðið fór fram og er óhætt að segja að stjórnmálaflokkar, hlynntir því að skipta um stjórnarskrá, hafi ekki riðið sérlega feitum hesti frá umræddum kosningum. Framboð hlynnt því að skipta út lýðveldisstjórnarskránni fyrir aðra fengu þannig mest um þriðjung atkvæða samanlagt í þingkosningum 2013 en tekizt var harkalega á um málið á Alþingi í aðdraganda kosninganna sem lauk loks með því að frumvarp að nýrri stjórnarskrá náði ekki fram að ganga. Hins vegar skiluðu þingkosningarnar, sem fram fóru einungis sex mánuðum eftir þjóðaratkvæðið, þeim tveimur stjórnmálaflokkum sem börðust gegn samþykkt frumvarpsins, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, meirihluta þingsæta sem gerði þeim í framhaldinu kleift að mynda ríkisstjórn. Minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn Fylgi framboða hlynntum því að skipta um stjórnarskrá hefur síðan þá allajafna farið minnkandi og var þannig einungis um 22% samanlagt í þingkosningunum á síðasta ári þrátt fyrir auglýsingaherferð Stjórnarskrárfélagsins í aðdraganda þeirra þar sem kjósendur voru hvattir til þess að styðja slík framboð. Framboð hlynnt því að skipta um stjórnarskrá, Píratar, Samfylkingin og Sósíalistaflokkurinn, fengu þannig ekki aðeins samanlagt mikinn minnihluta atkvæða heldur minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn einn. Framboð hlynnt umbótum á stjórnarskrá lýðveldisins fengu hins vegar mikinn meirihluta atkvæða. Með öðrum orðum er ljóst að meint krafa þjóðarinnar um það að skipta um stjórnarskrá hefur alls ekki birzt í niðurstöðum þingkosninga þrátt fyrir að fyrir liggi að stjórnarskrárbreytingar séu háðar aðkomu Alþingis hvort sem tekið er mið af gildandi stjórnarskrá lýðveldisins eða tillögum stjórnlagaráðs. Vert er þó að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá heldur einungis að koma með ráðgefandi tillögur að breytingum á lýðveldisstjórnarskránni eins og kemur skýrt fram í þingsályktun Alþingis um skipun ráðsins. Hið sama er áréttað á vefsíðu ráðsins. Fyrst og fremst áhugamál afmarkaðs hóps Viðbrögðin úr röðum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá, þegar bent er á þingkosningar í þessum efnum, hafa verið þau að segja þær ekki snúast um stjórnarskrármálið. Þingkosningar snúast þó yfirleitt um það sem brennur á fólki en ljóst er, eins og forseti lýðveldisins hefur bent á, að það á ekki við um umrætt mál. Talað hefur einnig verið um það í áðurnefndum röðum að íslenzkir kjósendur hafi svikið íslenzku þjóðina í þingkosningum, það er svikið sig sjálfa, og jafnvel verið gengið svo langt að ræða um valdarán gegn lýðræðislega kjörnu Alþingi láti það ekki undan kröfum þeirra sem vilja skipta um stjórnarskrá. Full ástæða er til þess að velta fyrir sér hversu lýðræðislegur þessi málflutningur er. Flest bendir enda til þess að fyrst og fremst sé einungis um að ræða áhugamál frekar afmarkaðs en háværs hóps en valdarán hafa einmitt iðulega verið framin af afmörkuðum hópum gegn lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Vonandi þarf annars ekki að deila um mikilvægi þess að virða niðurstöður lýðræðislegra kosninga. Sé lýðræðið hins vegar raunverulega útgangspunkturinn hlýtur að vera rétt að horfa til lýðræðislegra kosninga almennt í því sambandi en ekki einungis þeirra sem henta tilteknum pólitískum málstað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun