Belgíska liðið Club Brugge hefur heldur betur komið á óvart í upphafi Meistaradeildarinnar. Liðið vann 0-4 sigur gegn Porto í kvöld og fylgdi þannig eftir 1-0 sigri gegn Bayer Leverkusen í fyrstu umferð.
Belgarnir tóku forystuna snemma leiks og staðan var því 0-1 í hálfleik. Liðið bætti svo tveimur mörkum við snemma í síðari hálfleik áður en fjórða markið leit dagsins ljós örfáum andartökum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Club Brugge er því með sex stig eftir fyrstu tvær umferðirnar og trónir á toppi B-riðils, en liðsmenn Porto reka hins vegar lestina án stiga.
Á sama tíma fór fram leikur Bayer Leverkusen og Atlético Madrid þar sem heimamenn í Leverkusen unnu 2-0 sigur. Bæði mörkin voru skoruð á seinustu fimm mínútum leiksins og Leverkusen er nú með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Atlético Madrid, en Leverkusen hefur betri markatölu.
Úrslit kvöldsins
A-riðill
Liverpool 2-1 Ajax
B-riðill
Bayer Leverkusen 2-0 Atlético Madrid
Porto 0-4 Club Brugge
C-riðill
Viktoria Plzen 0-2 Inter
Bayern München 2-0 Barcelona
D-riðill
Sporting 2-0 Tottenham
Marseille 0-1 Frankfurt