Menning

Rit­höfundurinn Javi­er Marias fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Javier Marias var af mörgum talinn vera líklegur til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Javier Marias var af mörgum talinn vera líklegur til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels. EPA

Spænski rithöfundurinn og þýðandinn Javier Marias er látinn, sjötugur að aldri. Meðal þekktra bóka eftir Marias má nefna þríleikinn Tu rostro mañana, eða Andlit þitt á morgun, og bókina Ástir sem kom út á íslensku fyrir um tíu árum síðan.

Marias hefur síðustu ár verið ofarlega á listum yfir höfunda sem líklegastir eru til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.

Að sögn útgefanda Marias lést hann á sjúkrahúsi í Madríd eftir að hafa fengið sýkingu í lungu. Hann hafði áður greinst með Covid-19.

Alls hafa verið gefnar út sextán skáldsögur eftir Marias og hafa verk eftir hann verið þýdd á 46 tungumál. Segir í frétt DW að bækur eftir Marias hafi verið seldar í níu milljónum eintaka.

Auk þess að vera afkastamikill skáldsagnarrithöfundur var Marias afkastamikill þýðandi, auk þess að vera fastur penni í spænska dagblaðinu El Pais.

Bókin Ástir kom út í íslenskri þýðingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur árið 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.