Fallega hyrndir forystusauðir í Flóanum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2022 20:05 Höfði er tvævetur og skynug skepna eins og hálfbróðir hans. Hornin á honum eru ótrúlega falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forystusauðirnir Höfði og Greifi vekja alltaf mikla athygli þar sem þeir koma, ekki síst hornin þeirra, sem eru stór og stæðileg. Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Hálfbræðurnir, Höfði, sem er tvævetur og Greifi, sem er veturgamall og eru sauðir voru í Skeiðaréttum í gær og var fljótlegt að draga þá í dilkinn sinn, enda auðþekkjanlegir á hornunum. Þeir eru nú komnir heim til sín á bæinn Syðri - Velli í Flóanum en eigandi þeirra er með um 100 fjár, auk þess að vera með myndarlegt kúabú. „Þetta eru forystusauðir úr minni ræktun þar sem ég er búin að venja hornin og snúa svolítið upp á þau þannig að þeir verði svolítið vígalegri fyrir vikið. Þeir eru mjög fallegir greyin,“ segir Jón Gunnþór Þorsteinsson bóndi. Jón Gunnþór segir að Höfði, sá eldri sé skynug skepna og mikill vinur hans, auk þess að vera mikill forystusauður. Garpur er svipaður bróður sínum, mjög skynugur og rólegur á húsi. Jón Gunnþór með fallegu sauðina sína, Höfði til vinstri og Greifi til hægri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er ekki gaman að eiga svona skepnur? „Jú, jú, til þess er maður að þessu. Þeir koma mjög fallegir af fjalli enda eru þeir vænir eftir gott sumar og afrétturinn góður. Ég get ekkert notað þá til undaneldis, enda báðir steingeldir,“ segir Jón Gunnþór hlægjandi. Er það ekki skandall? „Jú, það er náttúrulega með svona fallegar skepnur en þeir verða svolítið gamlir fyrir vikið vonandi.“ Jón Gunnþór segir lítið sem ekkert hafa út úr sauðfjárbúskapnum, það sé bara lífsstíll að vera með sauðfé í dag. „Þessar blessaðar rollur eru nú bara til yndisauka og hagaprýði,“ segir Jón Gunnþór léttur í lundu. Eins og sjá má eru hálfbræðurnir mjög fallegir, ekki síst hornin á þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira