Fótbolti

Stefán Teitur hafði betur gegn Mikael - Brynjólfur á skotskónum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. Getty Images

Nokkrir íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í dönsku og norsku úrvalsdeildunum í fótbolta í dag.

Í Danmörku var Íslendingaslagur þegar Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Silkeborg fengu Mikael Neville Anderson og félaga í AGF í heimsókn.

Báðir voru þeir í byrjunarliði en leiknum lauk með 1-0 sigri Silkeborgar.

Noregur

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði fyrsta mark Kristiansund þegar liðið vann 3-2 sigur á Valerenga. Brynjar Ingi Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Valerenga.

Með sigrinum lyfti Kristiansund sér upp úr botnsæti deildarinnar.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð á milli stanganna hjá Viking Stavanger sem vann 1-2 sigur á HamKam. 

Alfons Sampsted lék fyrsta klukkutímann þegar Bodo/Glimt beið lægri hlut fyrir Tromsö, 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×