Veiddi lax nokkur sumur á Íslandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 14:58 Hér má sjá Karl III Bretakonung við veiðar í Ballater nærri Balmoral-höll í Skotlandi. Hann lagði leið sína til Íslands nokkrum sinnum á árum áður til að veiða hér lax. Getty/Julian Parker Karl þriðji Bretakonungur lagði leið sína til Íslands nokkur sumur á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar til þess að veiða hér lax. Konungurinn er mikill laxveiðimaður og í grunninn Íslandsvinur. Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum. Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Morgunblaðið rifjar veiðiferðir konungsins upp í dag. Hann veiddi hér árlega lax í Hofsá á árunum 1975-80 og kom í sína seinustu laxveiðiferð árið 1988, þá fór hann í Kjarrá meðal annars í félagsskap forstjóra Boeing. Þar var leiðsögumaður þeirra Andrés Eyjólfsson, sem vinnur enn sem leiðsögumaður í ánni 34 árum síðar. Andrés segir Karl hafa verið prýðisveiðimann, eins og árangurinn sýndi. „Þeir fengu þarna sjö fyrsta daginn, svo þrjá, svo einn og svo engan. Hann var fjóra daga,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Hann segir konunginn, sem á þessum árum var titlaður prins af Wales, hafa verið rólegan yfir því að hafa ekkert veitt síðasta daginn enda hafi hann verið vanur veiðimaður. Konungurinn stundaði laxveiði í Skotlandi í fjölda ára. Andrés segir Karl hafa verið mjög viðkunnalegan, eins og Bretar séu nú flestir og ekki sett sig á háan hest þrátt fyrir titilinn. „Nei, fjarri því. Hann þurfti margs að spyrja,“ segir Andrés. „Þetta er bara eins og hver annar kúnni. Ég er ekkert að monta mig á þvi og alveg hissa, þú ert ekki sá fyrsti sem hringir.“ Eins og segir í Morgunblaðinu vissi Andrés ekki hvað varð um afla prinsins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hann hafi tekið eitthvað með sér heim og gefið móður sinni í soðið. Veiðiferðir konungsins voru þá rifjaðar upp í sjónvarpsþáttunum The Crown sem vakti athygli landsmanna þegar þær voru sýndar í þáttunum.
Karl III Bretakonungur Bretland Íslandsvinir Stangveiði Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira