„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 15:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir síðasta verkefni og var því í Hollandi á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland varð að sætta sig við sárgrætilegt tap gegn heimakonum. Stöð 2 Sport Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira