„Held að það sé mjög mikill séns þarna“ Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 15:33 Arna Sif Ásgrímsdóttir sneri aftur í íslenska landsliðshópinn fyrir síðasta verkefni og var því í Hollandi á þriðjudagskvöld, þar sem Ísland varð að sætta sig við sárgrætilegt tap gegn heimakonum. Stöð 2 Sport Valsvarnarmúrinn, sem þær Mist Edvardsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir hafa mótað svo myndarlega í sumar, telur líklegast að Ísland muni mæta Belgíu frekar en Portúgal í umspilsleiknum um sæti á HM kvenna í fótbolta. Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Mist og Arna Sif mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur í dag í upphitunarþátt fyrir næstu umferð Bestu markanna, sem sýndur verður í heild á Vísi í dag. Arna Sif er nýkomin til landsins frá Hollandi þar sem Ísland varð að sætta sig við grátlegt tap í leik sem hefði getað tryggt liðinu farseðilinn á HM. Tapið þýðir að liðið fer í umspilsleik 11. október, á útivelli, og mætir sigurvegaranum úr leik Belgíu og Portúgals. Eins og fyrr segir telja þær Mist og Arna Sif líklegra að Ísland mæti Belgíu: „En Portúgal er með spennandi lið og hefur tekið miklum framförum á síðastliðnum árum. Mér finnst ekkert langt síðan að Portúgal gat eiginlega ekki rassagt. En ég held samt að Belgía sé líklegri andstæðingur,“ segir Mist en klippuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um umspilið Ísland gerði 1-1 jafntefli við Belgíu á EM og miðað við þann leik ætti Ísland að eiga ágæta möguleika í umspilinu: „Auðvitað voru kaflar sem voru ekki nægilega góðir en ég held að heilt yfir viti allir að við hefðum getað farið aðeins betur með þetta og við áttum að klára þennan leik. Ég held að það sé mjög mikill séns þarna, klárlega,“ sagði Arna. Þær tóku svo báðar undir það sem fram kom í viðhorfspistli á Vísi dag um að ósanngjarnt væri að peningakast réði því hvaða lið fengju að spila á heimavelli í umspilinu. „Það er eiginlega hálfgalið að horfa á skiltið hérna áðan og sjá að við erum langhæst „rankaða“ liðið. Að það fari ekki bara eftir því hvort þú færð heimaleik eða útileik,“ sagði Mist sem er einnig á því að umspilið sé óþarflega flókið: „Þetta getur ekki þurft að vera svona flókið,“ sagði Mist en staðan er þannig að ef að Ísland vinnur andstæðing sinn í umspilinu í venjulegum leiktíma eða framlengingu kemst liðið beint á HM, en vinni liðið sigur í vítaspyrnukeppni er möguleiki á því að það þurfi að fara í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar. „Og þá þarftu að fara að leggja á þig að skilja það umspil. Við skulum ekki einu sinni fara þangað,“ sagði Mist létt í bragði.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Bestu mörkin Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira