Hasar og dramatík í Madríd | Tvenna Richarlison kláraði Marseille Atli Arason skrifar 7. september 2022 21:15 Richarlison öðru marki sínu í Meistaradeildinni. Getty Images Fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu er formlega lokið. Atletico Madrid vann hádramatískan 2-1 sigur á Porto, Tottenham vann tveggja marka sigur á Marseille á meðan Club Brugge vann Bayer Leverkusen óvænt, 1-0. Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
Tottenham 2-0 Marseille Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille með tvennu frá Richarlison í fyrsta leik hans í Meistaradeildinni. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en fyrsta marktilraun Tottenham kom eftir 40. mínútuna leik en fram að því voru gestirnir líklegri til að skora. Markalaust var í leikhlé en í upphafi síðari hálfleiks var Tottenham skyndilega orðnir einum leikmanni fleiri. Chancel Mbemba, leikmaður Marseille, fékk þá rautt spjald fyrir að tækla Son Heung-Min sem var sloppinn einn í gegn. Á 76. mínútu skoraði Richarlision svo fyrsta mark sitt í treyju Tottenham þegar hann skallaði fyrirgjöf Ivan Peresic af vinstri væng í netið. Brassinn tvöfaldaði svo markafjölda sinn í Meistaradeildinni er hann skoraði aftur með kollspyrnu á 81. mínútu eftir undirbúning Pierre-Emile Højbjerg og lokatölur 2-0. Atletico Madrid 2-1 Porto Framan af var leikurinn frekar hljóðlátur en hasarinn fór ekki af stað fyrr en seint í leiknum. Á 81. mínútu er Mehdi Taremi, leikmaður Porto, rekinn af velli þegar hann fékk sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap. Taremi fékk sitt fyrra gula spjald einungis tíu mínútum áður. Tíu mínútum eftir rauða spjaldið, eða á 91. mínútu, skoraði Mario Hermoso það sem virtist vera sigurmark leiksins en skot Hermoso við enda vítateigsins fór af varnarmanni Porto og þaðan yfir Diogo Costa í marki Porto. Hermoso fór þó úr hetju í skúrk þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fimm mínútum síðar. Mateus Uribe tók vítaspyrnuna fyrir Porto og jafnaði leikinn en Jan Oblak var afar nálægt því að verja spyrnuna. Ærin fagnaðarlæti eftir sigurmark Griezmann.Getty Images Á 101. mínútu kom hins vegar varamaðurinn Antoine Griezmann heimamönnum til bjargar þegar hann skoraði sigurmarkið með skalla og allt ætlaði um koll að keyra á Metropolitano vellinum í Madríd. Club Brugge 1-0 Bayer Leverkusen Í Belgíu vann Club Brugge óvæntan 1-0 sigur á Bayer Leverkusen en Abakar Sylla skoraði eina mark leiksins fyrir belgísku meistarana á 41. mínútu með skallamarki eftir hornspyrnu Skov Olsen. Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen hefði mátt gera töluvert betur en inn fór boltinn. Fjórði sigur Brugge í síðustu 19 Meistaradeildar leikjum er því staðreynd en liðið hefur aldrei komist upp úr riðlakeppninni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira