Lokaspretturinn framundan í Úrvalsdeildunum í Valorant Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 22:31 Undanúrslit og úrslit eru framundan í úrvalsdeildunum í Valorant Komið er að lokaspretti Úrvalsdeilda Rafíþróttasamtaka Íslands í Valorant eftir að riðlaleikjum lauk síðastliðinn sunnudag, en úrslitin verða spiluð laugardaginn 10. september. Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti
Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti