Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 09:11 Thomas Tuchel. vísir/Getty Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Chelsea tilkynnti tíðindin á heimasíðu sinni í morgun. Nýir eigendur liðsins hafa átt félagið í slétta 100 daga og hafa ákveðið að breyta til eftir strembna byrjun á tímabilinu. Chelsea eyddi fúlgum fjár í sumar, því mesta í sögu félagsins í einum félagsskiptaglugga, og þykir árangurinn ekki sýna sig á vellinum. 260 milljónum punda var eytt í leikmannakaup, þar af 200 milljónum umfram sölur. Chelsea hefur aðeins unnið þrjá deildarleiki af sex í vetur, alla með eins marks mun, gegn Everton, Leicester og West Ham. Félagið gerði þá jafntefli við Tottenham og tapaði fyrir Leeds United og Southampton í deildinni. Tapið fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu í gærkvöld virðist hafa fyllt mæli nýs eigendahóps, sem leiddur er af Todd Boehly, stjórnarformanni félagsins. Hann gekk frá kaupum á félaginu í júní. Chelsea Football Club part company with Thomas Tuchel.— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 7, 2022 Tuchel var ráðinn þjálfari liðsins af Roman Abramovich, þáverandi eiganda liðsins, í janúar 2021 og vann Meistaradeild Evrópu með félaginu um vorið það ár. Hann bætti við Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða haustið eftir. Þá tapaði Chelsea undir hans stjórn í úrslitum FA-bikarsins í fyrra og í ár. Í tilkynningu Chelsea segir að starfslið félagsins muni sjá um þjálfun liðsins en ekkert hefur verið gefið út um arftaka Þjóðverjans. Tuchel þjálfaði áður Borussia Dortmund og Paris Saint-Germain með fínum árangri en hann vann franska meistaratitilinn 2019 og 2020 með síðarnefnda liðinu og kom því í úrslit meistaradeildarinnar vorið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira