Blóðugt Meistaradeildarkvöld: Annar þjálfari rekinn eftir slæmt tap Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:31 Tedesco var niðurlútur í gær. Jan Woitas/picture alliance via Getty Images Red Bull Leipzig hefur vísað Domenico Tedesco úr starfi þjálfara liðsins eftir slæmt 4-1 tap á heimavelli fyrir Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann er annar þjálfarinn sem missir starfið eftir tap í gærkvöld. Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem greint var frá tíðindunum. Aðstoðarþjálfarar hans Andreas Hinkel og Max Urwantschky hafa einnig yfirgefið félagið en ekki kemur fram hver taki tímabundið við liðinu á meðan Leipzig leitar eftirmanns Tedesco. Vonbrigði Tedesco eftir tapið í gærkvöld voru skýr, en hann hefur verið undir mikilli pressu fyrir leik gærdagsins, vegna slaks árangurs heimafyrir. „Það er mjög erfitt að finna réttu orðin eftir svona leik. Það er erfitt að útskýra það,“ sagði Tedesco. „Þetta er lýsandi fyrir það sem við höfum gengið í gegnum síðustu vikur,“ Tedesco tók við Leipzig af Jesse Marsch í desember í fyrra en þá var sá síðarnefndi rekinn vegna slaks árangurs. Hann tók í kjölfarið við Leeds United hvar honum gengur betur. Tedesco tók til hendinni og stýrði Leipzig til bikarmeistaratitils í vor og í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Upphaf yfirstandandi leiktíðar hefur hins vegar verið mikil vonbrigði þar sem liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik af fyrstu fimm og tapaði 4-0 fyrir Frankfurt um liðna helgi. 1-4 tap á heimavelli fyrir Shakhtar liði sem hefur verið rúið inn að skinni vegna stríðsins í Úkraínu var svo kornið sem fyllti mælinn. Marco Rose, fyrrum þjálfari Dortmund og Gladbach, er talinn líklegastur til að taka við liðinu af Tedesco en honum var sagt upp hjá Dortmund í maí. Það skildi þó aldrei vera að Leipzig reyni að lokka Tuchel til heimalandsins í ljósi uppsagnar hans frá Chelsea í morgun. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira
Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem greint var frá tíðindunum. Aðstoðarþjálfarar hans Andreas Hinkel og Max Urwantschky hafa einnig yfirgefið félagið en ekki kemur fram hver taki tímabundið við liðinu á meðan Leipzig leitar eftirmanns Tedesco. Vonbrigði Tedesco eftir tapið í gærkvöld voru skýr, en hann hefur verið undir mikilli pressu fyrir leik gærdagsins, vegna slaks árangurs heimafyrir. „Það er mjög erfitt að finna réttu orðin eftir svona leik. Það er erfitt að útskýra það,“ sagði Tedesco. „Þetta er lýsandi fyrir það sem við höfum gengið í gegnum síðustu vikur,“ Tedesco tók við Leipzig af Jesse Marsch í desember í fyrra en þá var sá síðarnefndi rekinn vegna slaks árangurs. Hann tók í kjölfarið við Leeds United hvar honum gengur betur. Tedesco tók til hendinni og stýrði Leipzig til bikarmeistaratitils í vor og í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Upphaf yfirstandandi leiktíðar hefur hins vegar verið mikil vonbrigði þar sem liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik af fyrstu fimm og tapaði 4-0 fyrir Frankfurt um liðna helgi. 1-4 tap á heimavelli fyrir Shakhtar liði sem hefur verið rúið inn að skinni vegna stríðsins í Úkraínu var svo kornið sem fyllti mælinn. Marco Rose, fyrrum þjálfari Dortmund og Gladbach, er talinn líklegastur til að taka við liðinu af Tedesco en honum var sagt upp hjá Dortmund í maí. Það skildi þó aldrei vera að Leipzig reyni að lokka Tuchel til heimalandsins í ljósi uppsagnar hans frá Chelsea í morgun.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Þýski boltinn Mest lesið Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Sjá meira