„Það er ljóst að úttektin er umfangsmeiri en við gerðum okkur grein fyrir í fyrsta kasti,“ segir Guðmundur en útgáfu úttektarinnar hefur seinkað í nokkur skipti. Hann vill þó taka fram að stjórnsýsluúttektir af þessari stærðargráðu og umfangi taki að jafnaði sex til tíu mánuði.
„En það stefnir í að við klárum þessa á fimm mánuðum og miðað við umfang málsins þá held ég að við getum verið sátt við það.“
Guðmundur fékkst ekki til að greina frá því sem ríkisendurskoðun hafi komist að í úttektinni en sagðist vita að hún muni „vekja athygli og fá umtal.“