Segir að um augljóst brot á Ødegaard hafi verið að ræða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 11:01 Norðmaðurinn Martin Ødegaard og Daninn Christian Eriksen áttust við á sunnudaginn. Michael Regan/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Dermot Gallagher starfar í dag fyrir Sky Sports á Englandi og fer þar reglulega yfir umdeildustu dómaraákvarðanir liðinnar helgar. Það var af nægu að taka í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem myndbandsdómgæslan var enn og aftur þrætueplið. Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð. Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31
Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31
Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24