Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Fjölskylda á Ásbrú í Reykjanesbæ missti allt sitt í bruna í morgun þegar eldur kom upp í íbúð þeirra. Við sjáum myndir frá íbúðinni sem er gjörónýt og fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum og segist ætla að taka á hækkandi raforkuverði. Við kynnum okkur verðandi forsætisráðherra í kvöldfréttum og fáum Eirík Bergmann prófsessor í stjórnmálafræði í settið til þess að fjalla um áhrif leiðtogaskiptanna.

Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum.

Við verðum einnig í beinni frá Hljómskálagarðinum þar sem til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir, heyrum í fólki sem er ósátt við hátt bensínverð á landsbyggðinni og kíkjum í Bláskógabyggð – þar sem verið er að bregðast við mikilli eftirspurn eftir lóðum með gatnagerð.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×