Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 20:30 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að erlendu starfsfólki muni halda áfram að fjölga verulega á Íslandi á næstu áratugum. Vísir/Steingrímur Dúi Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður. Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Frá 2010 hefur íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 8,4% á meðan erlendum ríkisborgurum búsettum hér hefur fjölgað um 160%. Árið 2005 voru innflytjendur sjö prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði á Íslandi. Þeim fjölgaði lítillega fram að hruni, þeim hætti þá að fjölga, en frá 2011 hefur þeim fjölgað nær stöðugt. Nú er talið að innflytjendur séu tæpur fjórðungur vinnuaflsins. „Til að byggja undir lífsgæði hér á næstu áratugum þarf auðvitað fleiri hendur hingað til lands. Þannig að við sjáum fyrir okkur að tugir prósenta hér á vinnumarkaðnum verði af erlendu bergi brotnir. Þeir komi að utan, sem gætu verið jafnvel 40-50 prósent ef við horfum nokkra áratugi fram í tímann,“ segir Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Náttúruleg fólksfjölgun á Íslandi heldur engan veginn í við vöxt hagkerfisins. Af þeim 24.000 starfsmönnum sem bætast við á vinnumarkað hér á landi á næstu þremur árum verða aðeins 3.000 íslenskir en 21 þúsund að utan. „Það er auðvitað sama þróun hér og annars staðar í hinum vestrænum heimi. Þjóðin eldist sem þýðir að það verða færri á vinnumarkaði fyrir hvern sem er kominn af vinnumarkaði og orðinn 70 ára eða eldri. Þess vegna þurfum við auðvitað fleiri hendur og þær koma þá að utan,“ segir Sigurður. Samtök atvinnulífsins/Hagstofa Íslands Jafnvel þótt Íslendingar gerðu átak í barneignum, hrykki það skammt. Þetta verður þróunin. En auk almenns vinnuafls er þörf á þúsundum erlendra sérfræðinga til viðbótar til landsins; en þá þarf að sögn Sigurðar að greiða götu þeirra og endurskoða regluverkið. „Það er bara mjög brýnt að gera það og ég veit að ráðherra iðnaðar hefur mikinn áhuga á því og það er vinna í gangi. Ég vonast til að sjá stórstígar framfarir þar núna á næstu mánuðum,“ segir Sigurður.
Innflytjendamál Byggingariðnaður Vinnumarkaður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira