Fyrrverandi starfsmenn lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum safnstjórans Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. september 2022 12:22 Harpa Þórsdóttir hefur starfað sem safnstjóri Listasafns Íslands síðustu ár og var skipuð nýr þjóðminjavörður á dögunum. Á myndinni er Harpa með Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra. Stjr Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands lýsa afar ófaglegum stjórnunarstíl fyrrum safnsstjóra sem hefur nú verið skipuð án auglýsingar sem þjóðminjavörður. Nefndarmaður Pírata í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis vill fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina vegna ráðningarinnar. Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“ Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Menningarmálaráðherra hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að ráða Hörpu Þórsdóttur sem þjóðminjavörð án auglýsingar en hún hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands. Fagfélög fornleifafræðinga og þjóðfræðinga hafa harðlega gagnrýnt ráðninguna og þá hafa fornleifafræðingar kvartað til umboðsmanns Alþingis. Þá hafa starfsmenn Þjóðminjasafnsins gert athugasemd við ráðninguna. Lilja Alfreðsdóttir hefur gefið þær skýringar að Harpa Þórsdóttir sé hæf í starfið og hafi verið afar farsæll stjórnandi. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn Listasafns Íslands sem fréttastofa ræddi við í morgun eru afar undrandi yfir þessum ummælum sem gangi þvert á þeirra upplifun þegar þeir störfuðu með Hörpu. Þeir lýsa afar ófaglegum vinnubrögðum. Á stuttum tíma eftir að Harpa hafi tekið við starfi safnstjórans árið 2017 hafi um og yfir tíu manns hætt að starfa þar. Fréttastofa óskaði í morgun eftir viðtali við Hörpu en fékk ekki viðbrögð. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis en fram hefur komið að eftir helgi verði fundur í nefndinn um málið. „Það kemur talsvert á óvart að ráðherrar séu enn að gera þetta, séu að gera þetta aftur og aftur þrátt fyrir mikla óánægju og mikla gagnrýni og mikil mótmæli þegar þetta hefur komið upp á yfirborðið á undanförnum misserum. Rökstuðningurinn kemur á óvart, hann virðist fyrst og fremst vera sá að að ráðherra megi gera þetta, sem er í fyrsta lagi umdeilanlegt,“ segir Arndís Anna. Hún segist vilja fá menningarmálaráðherra fyrir nefndina. „Við þingmenn Pírata höfum fengið erindi utan úr bæ frá þónokkrum vegna málsins.“
Stjórnsýsla Deilur um skipun þjóðminjavarðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11 Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39 Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
„Aðrir eru rændir möguleika á starfinu og þar liggur vandinn“ Félag fornleifafræðinga hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra menningarmála, að skipa Hörpu Þórsdóttur þjóðminjavörð án þess að auglýsa embættið. 2. september 2022 07:11
Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. 1. september 2022 13:39
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32