Í fyrsta sinn í tuttugu ár sem Ronaldo spilar ekki í Meistaradeildinni Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 14:30 Cristiano Ronaldo virðist þurfa að gera sér að góðu að vera varamaður hjá liði sem spilar ekki í Meistaradeildinni. Getty/Kieran Cleeves Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, fullyrti á blaðamannafundi í dag að með komu Antony og Martin Dubravka yrðu ekki frekari breytingar á leikmannahópi liðsins fyrir lok félagaskiptagluggans. Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Ten Hag sagði þar með alveg ljóst að Cristiano Ronaldo yrði áfram hjá félaginu en það þýðir að þessi 37 ára gamli Portúgali verður ekki með í Meistaradeild Evrópu í haust, í fyrsta sinn í tvo áratugi. Þess í stað spilar hann í Evrópudeildinni, með United. „Það er á hreinu, auðvitað [að Ronaldo er enn í mínum áætlunum]. Við þurfum gæðaleikmenn og við þurfum fleiri til að ráða við þennan fjölda leikja og þétta dagskrá til að halda stöðugleika. Það ætlum við okkur að gera,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag en hann hefur nýtt Ronaldo sem varamann í síðustu leikjum. Koma brasilíska kantmannsins Antony frá Ajax táknar því ekki brotthvarf Ronaldos. Ten Hag gat ekki svarað því hvenær Antony gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir United en Sky Sports segir að líklega verði það ekki gegn Leicester á morgun heldur gegn Arsenal á sunnudaginn. United er einnig að ganga frá því að fá markvörðinn Martin Dubravka frá Newcastle til að veita David de Gea samkeppni en þar með er leikmannahópur liðsins klár að mati Ten Hag: „Ég held það. Þetta eru lokin á þessum félagaskiptaglugga. En ef að frábær tækifæri bjóðast þá þarf toppklúbbur alltaf að vera á tánum,“ sagði Ten Hag. Hann lét ekki draga sig út í umræðu um hægri bakvörð Barcelona, Sergino Dest, sem orðaður hefur verið við United en sagði að annar hægri bakvörður, Aaron Wan-Bissaka, yrði áfram hjá félaginu. „Auðvitað, Aaron er enn hérna og við munum halda honum. Þessi hópur mun haldast frá september og að minnsta kosti fram í janúar. Þetta er hópurinn sem mun spila á þessari leiktíð,“ sagði Ten Hag. United verður án Anthony Martial á morgun vegna meiðsla en miðvörðurinn Victor Lindelöf er byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik eftir meiðsli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Fleiri fréttir Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn