Fékk senda drelliflotta loðhúfu frá Gorbachev Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2022 12:34 Félagarnir Þorsteinn Úlfar og Gorbachev heitinn sem sendi Þorsteini sérstaklega loðhúfu sem hann á enn og notar þegar svo ber undir. Þorsteinn Úlfar Björnsson rithöfundur með meiru kann að segja skemmtilega og athyglisverða sögu af því hvernig það kom til að hann eignaðist forláta loðhúfu sem sjálfur Gorbachev sendi honum sérstaklega. Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“ Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Mikhail Gorbachev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sálugu, féll frá í gær, en hann var 91 árs að aldri. Hann hafði óumdeilanlega mikil áhrif á gang heimssögunnar og er nú minnst um heim allan. Ekki síst er hann Íslendingum minnisstæður eftir hinn fræga fund sem Gorbachev og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu á Íslandi 1986. Skrifaði Gorbachev þakkarbréf Þorsteinn var, líkt og flestir landar hans á þeim tíma, innblásinn vegna þessa heimssögulega viðburðar sem átti sér stað í túnfætinum heima. „Ég skrifaði Gorbachev bréf eftir fundinn í Höfða, þakkarbréf þótt árangur fundarins væri rýrari en vonast var til,“ segir Þorsteinn. Hann hugsaði svo ekki meira um það en fáum árum síðar barst honum bréf frá skosku útgáfufyrirtæki sem hafði áætlanir um að gefa út bók sem Þorstein minnir að hafi átt að heita „Letters to the premier“ eða eitthvað álíka. Og Þorsteinn var spurður hvort ég samþykkti að mitt bréf væri birt. „Ég hafði ekkert á móti því og svaraði að það væri í lagi. Svo fæ ég annað bréf frá þeim þar sem mér er boðið að kaupa bókina sem mér fannst andskoti dýr. Í engu svaraði ég því bréfi og hélt áfram með lífið.“ „Made in Finland“ Líður og bíður og Þorsteinn velti þessu ekki meira fyrir sér nema þetta sama ár berst honum tilkynning frá póstinum að hann eigi pakka á aðalpósthúsinu í Pósthússtræti. „Að sjálfsögðu fór ég og sótti pakkann sem ég hélt að væri jólagjöf til mín en það reyndist ekki allskostar rétt. Þegar ég kom heim og opnaði pakkann, til að nálgast annan pakka sem ég reiknaði með að væri innan í kassanum. Ekki var það rétt hjá mér því í kassanum var bréf, undirritað af Gorbachev, þar sem mér var þakkað bréfið sem ég sendi.“ Og ekki var þakkarbréf frá þessum síðasta leiðtoga Sovétríkjanna það eina sem var að finna í pakkanum. Heldur var þar forláta loðhúfa. „Húfan Gorbanautur, alveg drelliflott rússnesk loðhúfa. Mér datt í hug safalaskinn eða eitthvað agalega fínt. Að minnsta kosti var húfan flott. Svo kíkti ég inn í hana. Þar stóð skírum stöfum á merkinu, „Made in Finland,““ segir Þorsteinn. Þorsteinn á húfuna enn og segist nota hana stöku sinnum í aftakaveðrum á veturna. „Meðan ég fór á rjúpu var ég alltaf með hana.“
Leiðtogafundurinn í Höfða Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira