Klopp segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2022 07:00 Jürgen Klopp vill að Liverpool taki meiri áhættu á leikmannamarkaðnum. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vilja taka meiri áhættu á leikmannamarkaðnum nú þegar félagið er í leit að miðjumanni rétt áður en félagsskiptaglugginn í flestum deildum evrópu lokar á morgun. Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Í sumar hefur Klopp fengið þrjá leikmenn til Liverpool, en það eru þeir Fabio Carvalho frá Fulham, Calvin Ramsay frá Aberdeen og Darwin Nunez frá Benfica. Sá síðastnefndi er sá eini sem þykir líklegur til að vera reglulega í byrjunarliði Liverpool í vetur. „Stundum væri ég til í að taka meiri áhættu, en ég tek ekki þær ákvarðanir og það er í lagi,“ sagði Klopp í gær. „Við munum reyna eins og við getum þangað til glugginn lokar.“ Þá var Klopp spurður út í það hvort honum þætti hann hafa fengið nægilegan fjárhagslegan stuðning frá eigendum liðsins, Fenway Sports Group. Klopp var þó ekki alveg sáttur við þá spurningu. „Það sem mér líkar ekki er að ef ég segi að ég sé ekki viss þá gerið þið stórmál úr því,“ sagði Klopp nokkuð pirraður. „Hvað þýðir það að fá nægilegan fjárhagslegan stuðning?“ „Er þetta alltaf auðvelt? Nei. Ræðum við þessa hluti á almannafæri? Auðvitað ekki.“ Margir hafa bent á að Liverpool hafi líklega þurft að styrkja miðsvæðið fyrir tímabilið, en Klopp vildi þó lengi vel meina að svo væri ekki. Hann hefur nú viðurkennt að hann hafi rangt fyrir sér. Mikil meiðsli hafa hrjáð félagið í upphafi tímabils, en nú styttist í endurkomu hjá Curtis Jones, Joel Matip, Diogo Jota, Thiago Alcantara, Caoimhin Kelleher og Calvin Ramsay. „Við höfum enn tíma en þegar gluggin lokar - hvort sem við höfum keypt einhvern eða ekki - þá verð ég gríðarlega glaður þar sem ég get hætt að hugsa um þetta og farið að einbeita mér að liðinu og hópnum sem við erum með.“ „Því meira sem við nálgums það að glugginn loki því erfiðara verður þetta. Við eigum enn möguleika, en það verður mjög erfitt,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira