Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2022 12:16 Fréttastofa ræddi við Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra um umdeilda ráðningu í stöðu Þjóðminjavarðar. Gagnrýnin hefur verið stjórsýslulegs eðlis en Lilja segir það svo að Harpa sé afar hæf og hún vilji stuðla að framgangi fólks innan kerfsins, að þau fái að þróast í starfi. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórsdóttur virkilega hæfa í starfið. Lilja skipaði Hörpu, safnstjóra Listasafns Íslands, nýjan þjóðminjavörð í síðustu viku. Harpa tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Stöðuveitingin er án auglýsingar og það hefur verið gagnrýnt harðlega. Vísir ræddi til að mynda við Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing í gær og var Haukur ómyrkur í máli, hann segir afar mikilvægt að auglýsa stöður af þessu tagi. Og þar séu ýmis stjórnsýsluleg rök sem búa að baki, þau að vel sé farið með almannafé. Ef ekki er auglýst er ekki hægt að vita hvað er í boði, að sögn Hauks. Mikilvægi þess að stöður á vegum hins opinbera séu auglýstar Haukur tók svo betur utan um sjónarmið sín í viðhorfspistli sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir: „Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár.“ Flestir sem gagnrýnt hafa ráðninguna hafa tekið það fram að sú gagnrýni snúi ekki að Hörpu persónulega heldur sé verið að gera athugasemdir við verklagið. Til að mynda sendir stjórn Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna, frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að ráðningunni. „Leggur stjórn Íslandsdeildar ICOM áherslu á að engar athugasemdir eru gerðar við hæfi nýskipaðs þjóðminjavarðar. Hins vegar þyki rík ástæða til að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferlið og þau ógagnsæju vinnubrögð sem ráðherra viðhefur í málinu, þar sem þau stangast á við meginreglu sömu laga að opinberlega skuli auglýsa laus embætti og störf hjá ríkinu,“ segir þar meðal annars. Segir fleiri ráðherra hafa nýtt þessa heimild En Lilja segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi skipað Hörpu vegna þess að hún sé einkar hæf í starfið. Spurð hvort Harpa hefði þá ekki flogið í gegnum umsóknarferlið segir Lilja að Harpa hafi verið afar farsæl og náð að opna safnið sitt. „Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma.“ Fréttastofa nefndi gagnrýni sem sett hefur verið fram, þar hafi verið talað um stjórnsýslulegt afturhvarf til fortíðar? „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýnni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í morgun vilja taka saman töluleg gögn til að sjá hvort ráðherrar nú flytji oftar fólk til í stöðum án auglýsingar en fyrri ráðherrar. Hún vill taka umræðuna á þeim grundvelli en vísar að öðru leyti á Lilju varðandi skipun þjóðminjavarðar. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Lilju D. Alfreðsdóttur eftir ríkisstjórnarfund sem fram fór í morgun. Viðtalið er hér skriptað í heild sinni auk þess sem það er að finna í spilaranum hér neðar. Harpa hæf „Það er þannig að við vorum að nýta okkur heimild í lögunum 36. og 7. greinina sem heimilar flutning á opinberum starfsmönnum og forstöðumönnum. Og það sem við erum að gera er að við erum að flytja safnstjóra úr einu höfuðsafni yfir í það næsta. Og svo auglýsum við eftir safnstjóra í Listasafn Íslands. Þetta er undantekningarákvæði, hefði ekki verið tilefni til að auglýsa stöðuna vegna eðlis starfsins? „Það er almenna reglan. Og það er það sem við höfum verið að gera. Eins og ég segi, við erum að auglýsa Listasafn Íslands, það var verið að auglýsa Neytendastofu, við erum að fara að auglýsa varðandi Kvikmyndastöð Íslands, þannig að það er það sem við gerum. Hins vegar er það svo, eins og í þessu tilfelli, að við leggjum mikinn metnað í höfuðsöfnin okkar og þau eru þrjú. Í fyrsta lagi Þjóðminjasafnið, í öðru lagi Listasafn Íslands og Náttúruminjasafnið. Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar. Og hefur náð miklum árangri hjá Listasafni Íslands, og eitt af því sem við erum líka að leggja áherslu á og ég vona að þjóðin sé tilbúin í það sem er að opna þessi söfn. Og við höfum verið að gera ákveðnar tilraunir í Safnahúsinu, til að mynda að leggja áherslu á vísindi og myndlist, og útkoman er að það er gríðarleg ásókn í þá sýningu, og það er það sem ég vil gera sem safnamálaráðherra. Það er að auka aðgengi að söfnunum okkar, fá fleiri í söfnin og það er svona meginmarkmiðið. Þú segir að Harpa sé mjög hæf, hefði hún ekki flogið í gegnum umsóknarferlið? Hvað var því til fyrirstöðu að auglýsa? Eða af því að þessi heimild er til staðar í lögum, þá var tilvalið að nýta hana? „Hún hefur verið mjög farsæl og náð að opna safnið sitt. Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma. Og við viljum auðvitað halda í þá fagþekkingu – og þar er alveg frammúrskarandi starfsfólk sem hefur staðið sig vel, en við erum sem sagt að færa einn farsælan stjórnanda innan þess fagsviðs sem er. Eins og með ráðuneytisstjóra, stundum er verið að færa ráðuneytisstjóra milli ólíkra fagsviða, en þetta eru góðir stjórnendur. Og það sama á við um Hörpu.“ Segist taka mark á gagnrýninni Þetta hefur verið gagnrýnt, sérfræðingar hafa sagt að þetta jaðri við misbeitingu valds, spilling, afturhvarf til fortíðar… hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýnni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta. Og við viljum líka stuðla að því að starfsfólk hjá hinu opinbera nái að þróa sig innan starfsins og erum að nýta þessa heimild vegna þess að þarna getur átt sér stað klár framþróun á framgangi viðkomandi stjórnanda. Hvað finnst þér um þessa heimild, finnst þér að það ætti að nýta hana meira? „Stundum er skynsamlegt að nýta hana, og stundum ekki. Og það eru auðvitað deildar meiningar um þetta eins og ég hef sannarlega fundið fyrir undanfarið. Og ég tek sannarlega mark á því, það er ekki eins og þessi gagnrýni komi ekki við mann, hún gerir það að sjálfsögðu. En ég brýni okkur líka því að horfa til þess að þarna er einstaklega hæf manneskja á ferð, algjörlega skipuð samkvæmt ítrustu fagmennsku og verður Þjóðminjasafninu til heilla. Ég tel þessa ákvörðun rétta.“ Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Söfn Tengdar fréttir Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. 29. ágúst 2022 13:58 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25. febrúar 2022 15:04 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Lilja skipaði Hörpu, safnstjóra Listasafns Íslands, nýjan þjóðminjavörð í síðustu viku. Harpa tekur við stöðunni af Margréti Hallgrímsdóttur sem nýverið var ráðin í starf skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu eftir að hafa farið með stöðu þjóðminjavarðar frá árinu 2000. Stöðuveitingin er án auglýsingar og það hefur verið gagnrýnt harðlega. Vísir ræddi til að mynda við Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing í gær og var Haukur ómyrkur í máli, hann segir afar mikilvægt að auglýsa stöður af þessu tagi. Og þar séu ýmis stjórnsýsluleg rök sem búa að baki, þau að vel sé farið með almannafé. Ef ekki er auglýst er ekki hægt að vita hvað er í boði, að sögn Hauks. Mikilvægi þess að stöður á vegum hins opinbera séu auglýstar Haukur tók svo betur utan um sjónarmið sín í viðhorfspistli sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir: „Þessum sjónarmiðum er ekki mætt þegar starfsmaður er handráðinn með flutningi milli starfa. Þá er ekki ljóst hvaða verðleikum ríkið hefði haft úr að velja, sem er hins vegar raunin þegar starf er auglýst - og ráðherrann getur ekki gefið almenningi réttmætar skýringar á forsendum ráðningarinnar að þessu leyti. Hann uppfyllir ekki skyldu sína um vandaða meðferð almannafjár.“ Flestir sem gagnrýnt hafa ráðninguna hafa tekið það fram að sú gagnrýni snúi ekki að Hörpu persónulega heldur sé verið að gera athugasemdir við verklagið. Til að mynda sendir stjórn Íslandsdeildar ICOM, Alþjóðaráðs safna, frá sér yfirlýsingu í gær þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við það hvernig staðið var að ráðningunni. „Leggur stjórn Íslandsdeildar ICOM áherslu á að engar athugasemdir eru gerðar við hæfi nýskipaðs þjóðminjavarðar. Hins vegar þyki rík ástæða til að gera alvarlegar athugasemdir við ráðningarferlið og þau ógagnsæju vinnubrögð sem ráðherra viðhefur í málinu, þar sem þau stangast á við meginreglu sömu laga að opinberlega skuli auglýsa laus embætti og störf hjá ríkinu,“ segir þar meðal annars. Segir fleiri ráðherra hafa nýtt þessa heimild En Lilja segir, í samtali við fréttastofu, að hún hafi skipað Hörpu vegna þess að hún sé einkar hæf í starfið. Spurð hvort Harpa hefði þá ekki flogið í gegnum umsóknarferlið segir Lilja að Harpa hafi verið afar farsæl og náð að opna safnið sitt. „Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma.“ Fréttastofa nefndi gagnrýni sem sett hefur verið fram, þar hafi verið talað um stjórnsýslulegt afturhvarf til fortíðar? „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýnni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í morgun vilja taka saman töluleg gögn til að sjá hvort ráðherrar nú flytji oftar fólk til í stöðum án auglýsingar en fyrri ráðherrar. Hún vill taka umræðuna á þeim grundvelli en vísar að öðru leyti á Lilju varðandi skipun þjóðminjavarðar. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Lilju D. Alfreðsdóttur eftir ríkisstjórnarfund sem fram fór í morgun. Viðtalið er hér skriptað í heild sinni auk þess sem það er að finna í spilaranum hér neðar. Harpa hæf „Það er þannig að við vorum að nýta okkur heimild í lögunum 36. og 7. greinina sem heimilar flutning á opinberum starfsmönnum og forstöðumönnum. Og það sem við erum að gera er að við erum að flytja safnstjóra úr einu höfuðsafni yfir í það næsta. Og svo auglýsum við eftir safnstjóra í Listasafn Íslands. Þetta er undantekningarákvæði, hefði ekki verið tilefni til að auglýsa stöðuna vegna eðlis starfsins? „Það er almenna reglan. Og það er það sem við höfum verið að gera. Eins og ég segi, við erum að auglýsa Listasafn Íslands, það var verið að auglýsa Neytendastofu, við erum að fara að auglýsa varðandi Kvikmyndastöð Íslands, þannig að það er það sem við gerum. Hins vegar er það svo, eins og í þessu tilfelli, að við leggjum mikinn metnað í höfuðsöfnin okkar og þau eru þrjú. Í fyrsta lagi Þjóðminjasafnið, í öðru lagi Listasafn Íslands og Náttúruminjasafnið. Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar. Og hefur náð miklum árangri hjá Listasafni Íslands, og eitt af því sem við erum líka að leggja áherslu á og ég vona að þjóðin sé tilbúin í það sem er að opna þessi söfn. Og við höfum verið að gera ákveðnar tilraunir í Safnahúsinu, til að mynda að leggja áherslu á vísindi og myndlist, og útkoman er að það er gríðarleg ásókn í þá sýningu, og það er það sem ég vil gera sem safnamálaráðherra. Það er að auka aðgengi að söfnunum okkar, fá fleiri í söfnin og það er svona meginmarkmiðið. Þú segir að Harpa sé mjög hæf, hefði hún ekki flogið í gegnum umsóknarferlið? Hvað var því til fyrirstöðu að auglýsa? Eða af því að þessi heimild er til staðar í lögum, þá var tilvalið að nýta hana? „Hún hefur verið mjög farsæl og náð að opna safnið sitt. Ég er að vonast til að það verði líka raunin hjá Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafnið hefur verið mjög vel rekið, verið framsýnt og var valið eitt af eftirsóknarverðustu söfnum á sínum tíma. Og við viljum auðvitað halda í þá fagþekkingu – og þar er alveg frammúrskarandi starfsfólk sem hefur staðið sig vel, en við erum sem sagt að færa einn farsælan stjórnanda innan þess fagsviðs sem er. Eins og með ráðuneytisstjóra, stundum er verið að færa ráðuneytisstjóra milli ólíkra fagsviða, en þetta eru góðir stjórnendur. Og það sama á við um Hörpu.“ Segist taka mark á gagnrýninni Þetta hefur verið gagnrýnt, sérfræðingar hafa sagt að þetta jaðri við misbeitingu valds, spilling, afturhvarf til fortíðar… hvað finnst þér um þessa gagnrýni? „Ég náttúrlega hafna þessari gagnrýnni vegna þess að ef við lítum á þau rök sem eru í málinu: Í fyrsta lagi þá er skýr lagaheimild fyrir þessu. Og það eru fleiri ráðherrar sem hafa verið að nýta sér þessa heimild. Og í öðru lagi erum við með mjög hæfan einstakling sem kemur frá einu safni og er að fara yfir í það næsta. Og við viljum líka stuðla að því að starfsfólk hjá hinu opinbera nái að þróa sig innan starfsins og erum að nýta þessa heimild vegna þess að þarna getur átt sér stað klár framþróun á framgangi viðkomandi stjórnanda. Hvað finnst þér um þessa heimild, finnst þér að það ætti að nýta hana meira? „Stundum er skynsamlegt að nýta hana, og stundum ekki. Og það eru auðvitað deildar meiningar um þetta eins og ég hef sannarlega fundið fyrir undanfarið. Og ég tek sannarlega mark á því, það er ekki eins og þessi gagnrýni komi ekki við mann, hún gerir það að sjálfsögðu. En ég brýni okkur líka því að horfa til þess að þarna er einstaklega hæf manneskja á ferð, algjörlega skipuð samkvæmt ítrustu fagmennsku og verður Þjóðminjasafninu til heilla. Ég tel þessa ákvörðun rétta.“
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Söfn Tengdar fréttir Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. 29. ágúst 2022 13:58 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25. febrúar 2022 15:04 Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Skipan Lilju sögð grímulaust afturhvarf til flokkspólitískrar spillingar Skipan nýs þjóðminjavarðar hefur vakið upp hörð viðbrögð, hún er sögð fúsk og stjórnsýslulegur hroði. Stjórnsýslufræðingur segir að með þessu, að ráðið sé í stöðu án þess að hún sé auglýst laus, sé horfið til eldri tíma þegar pólitískar ráðningar réðu ríkjum. 29. ágúst 2022 13:58
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar. 25. febrúar 2022 15:04
Menntamálaráðherra braut jafnréttislög við skipan flokksbróður Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að með skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hafi Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra brotið gegn jafnréttislögum. 2. júní 2020 12:45