Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:04 Chris Dawson var sakfelldur fyrir morðið á Lynette í dag. Getty/Lisa Maree Williams Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira