Cavani sem er 35 ára gamall kemur til Valencia á frjálsri sölu eftir að United losaði sig við leikmanninn fyrr í sumar. Cavani skrifar undir tveggja ára samning við Valencia þar sem hann mun fá um 2 milljónir evra í árslaun.
Leikmaðurinn lék 59 leiki með Manchester United þar sem hann skoraði 19 mörk en Cavani hefur á 14 ára leikmannaferli sínum meðal annars leikið með PSG, Napoli og Palermo.
Valencia spilar gegn Atletico Madrid seinna í kvöld en félagaskiptin kláruðust ekki í tæka tíð fyrir leikinn. Cavani gæti því spilað sinn fyrsta leik fyrir Valencia næsta sunnudag þegar liðið tekur á móti Getafe í spænsku úrvalsdeildinni.
Un cazador en #Mestalla 🏹 pic.twitter.com/uEVDf4sRDN
— Valencia CF (@valenciacf) August 29, 2022