Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:18 Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18