Lífið

„Sólin náttúrulega sest aldrei á okkur þegar við höfum Sölku Sól“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Helgi Björns og Salka Sól á Menningarnótt.
Helgi Björns og Salka Sól á Menningarnótt. Vísir/Hulda Margrét

Helgi Björnsson hélt tónleika ásamt hljómsveitinni Reiðmenn vindanna á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Sérstakur gestur Helga var söngkonan Salka Sól Eyfeld.

„Ég er með smá rúsínu handa okkur,“ sagði Helgi áður en hann kynnti Sölku Sól inn á sviðið. „Nú var sólin að setjast. En sólin sest náttúrulega aldrei á okkur þegar við höfum Sölku Sól.“ 

Helgi var í smá vandræðum með textann í dúettinum þeirra en hann lét það ekki slá sig út af laginu og raulaði bara. 


Tengdar fréttir

Svona var stemningin í veislu Bylgjunnar

Fjölmennt var í Tónleikaveislu Bylgjunnar á Menningarnótt þrátt fyrir rokið. Áhorfendur voru reglulega hvattir til að dansa til þess að halda á sér hita. 

Systur báðu áhorfendur að muna áfram eftir Úkraínu

Hljómsveitin Systur kom fram á Tónleikaveislu Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór fluttu þar meðal annars lagið Með hækkandi sól sem var framlag Íslands til Eurovision í ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.