August Mikkelsen og Waren Kamanzi komu Tromsø tveimur mörkum yfir áður en Kristall Máni skoraði tvö mörk á fimm mínútum, úr opnum leik og vítaspyrnu. Samuel Rogers náði svo forystu fyrir Rosenborg rétt fyrir leikhlé þar sem hálfleikstölur voru 2-3.
Því miður fyrir Kristall og félaga þá jafnaði Ruben Jenssen leikinn í upphafi síðari hálfleiks áður en August Mikkelsen skoraði sigurmark Tromsø á 92. mínútu.
Sigurinn kemur Tromsø upp í 8. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig. Rosenborg er hins vegar í 4. sætinu með 37 stig, 11 stigum á eftir toppliði Molde.