West Ham að ganga frá kaupum á brasilískum landsliðsmanni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 12:00 Lucas Paqueta er að ganga í raðir West Ham. Leandro Amorim/Eurasia Sport Images/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham er við það að ganga frá kaupum á brasilíska landsliðsmanninum Lucas Paqueta frá franska liðinu Lyon. West Ham greiðir 36,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, en við þá upphæð gætu bæst 14,4 milljónir punda í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Verði bónusgreiðslurnar virkjaðar verður Paqueta dýrasti leikmaður West Ham frá upphafi. Paqueta kemur til West Ham frá Lyon í Frakklandi, en þar hefur hann leikið frá árinu 2020. Þessi 25 ára sóknarsinnaði miðjumaður lék áður fyrir Ítalíumeistara AC Milan, en þaðan kom hann frá uppeldisfélagi sínu í Brasilíu, Flamengo. Þá á Paqueta að baki 33 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Lucas Paquetá is in London together with his agents, arrived on Saturday night. First part of medical as new West Ham player will take place in the next hours, full agreement and documents exchanged with OL. 🚨🩺 #WHUFC Plan confirmed - now waiting for contracts to be signed. pic.twitter.com/17ZgaxvSNW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2022 Paqueta verður níundi leikmaðurinn sem West Ham fær í sínar raðir í sumar. Áður hafði félagði fengið þá Emerson Palmieri, Thilo Kehrer, Maxwel Cornet, Gianluca Scamacca, Flynn Down, Alphonse Areola, Nayef Aguerd og Patrick Kelly. West Ham hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er eina liðið sem enn er án stiga nú þegar fjórða umferð er rúmlega hálfnuð. West Ham fær þó tækifæri til að koma sér í gang í dag þegar liðið heimsækir Aston Villa klukkan 13:00. Enski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
West Ham greiðir 36,5 milljónir punda fyrir leikmanninn, en við þá upphæð gætu bæst 14,4 milljónir punda í gegnum árangurstengdar bónusgreiðslur. Verði bónusgreiðslurnar virkjaðar verður Paqueta dýrasti leikmaður West Ham frá upphafi. Paqueta kemur til West Ham frá Lyon í Frakklandi, en þar hefur hann leikið frá árinu 2020. Þessi 25 ára sóknarsinnaði miðjumaður lék áður fyrir Ítalíumeistara AC Milan, en þaðan kom hann frá uppeldisfélagi sínu í Brasilíu, Flamengo. Þá á Paqueta að baki 33 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað sjö mörk. Lucas Paquetá is in London together with his agents, arrived on Saturday night. First part of medical as new West Ham player will take place in the next hours, full agreement and documents exchanged with OL. 🚨🩺 #WHUFC Plan confirmed - now waiting for contracts to be signed. pic.twitter.com/17ZgaxvSNW— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 28, 2022 Paqueta verður níundi leikmaðurinn sem West Ham fær í sínar raðir í sumar. Áður hafði félagði fengið þá Emerson Palmieri, Thilo Kehrer, Maxwel Cornet, Gianluca Scamacca, Flynn Down, Alphonse Areola, Nayef Aguerd og Patrick Kelly. West Ham hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er eina liðið sem enn er án stiga nú þegar fjórða umferð er rúmlega hálfnuð. West Ham fær þó tækifæri til að koma sér í gang í dag þegar liðið heimsækir Aston Villa klukkan 13:00.
Enski boltinn Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira