Tekur gagnrýni Reykjanesbæjar til sín og segir úrbætur á lokametrunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. ágúst 2022 13:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segist taka til sín gagnrýni meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um stöðu mála í móttöku flóttafólks og fólks í leit að vernd. Vinna við að fjölga sveitarfélögum sem taki á móti fólki sé á lokametrunum. Það muni létta mjög undir með þeim fáu sveitarfélögum sem hingað til hafi gert það. Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“ Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Í vikunni sendi meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá sér tilkynningu þar sem hann lýsti óánægju með að ríkið þrýsti á sveitarfélagið um að taka við fleira flóttafólki og fólki í leit að vernd, án þess að fjármagn til að sinna þjónustunni fylgdi með. Eins kallaði meirihlutinn eftir því að fleiri sveitarfélög yrðu fengin að borðinu. Þrjú sveitarfélög eru aðilar að samningu um móttöku fólks í leit að alþjóðlegri vernd. Auk þess verkefnis hefur Reykjanesbær ásamt Akureyri, Árborg, Hafnarfirði og Reykjavík tekið við stórum hóp flóttafólks í gegnum samræmda móttöku flóttafólks. Félagsmálaráðherra segir samfélagið standa frammi fyrir stórum áskorunum í málaflokkinum, en unnið sé að því að fá fleiri sveitarfélög að borðinu. „Það er algjörlega á lokametrunum, sem mun bæði efla móttökuna í þeim sveitarfélögum sem þegar eru samstarfsaðilar ríkisins í að taka á móti fólki, en líka til þess að fjölga sveitarfélögum sem ættu að geta létt á þeim sveitarfélögum sem hingað til hafa verið í þessari þjónustu,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Mörg sveitarfélög sem ekki hafi verið aðili að móttöku hafi sýnt vilja til að vera með. „Ég held að það séu um þrjátíu sveitarfélög sem sérstaklega hafi óskað eftir því að vera með.“ Gagnrýni meirihlutans í Reykjanesbæ sneri einnig að því að ríkið hefði tekið á leigu húsnæði á Ásbrú, fyrir yfir fjögur hundruð manns, án þess að hafa samráð við sveitarfélagið. Guðmundur Ingi segist skilja þá gagnrýni. „Ég tel að það sé mikilvægt að við getum dreift þessu jafnar á milli sveitarfélaganna. Þannig að ég tek þann punkt frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar til mín og við munum að sjálfsögðu skoða það núna í framhaldinu.“
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Reykjanesbær Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira