Áminntur vegna ummæla sinna um hælisleitendur og samkynhneigða Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 17:42 Ríkissaksóknari hefur ekki tjáð sig um ummæli Helga Magnúsar þar til nú. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur verið áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaskóknara vegna ummæla hans um hælisleitendur og samkynhneigða karlmenn. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“ Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?,“ skrifaði Helgi á Facebook við umfjöllun fréttastofu um upplifun hinsegin hælisleitanda af því að vera sakaður um að ljúga til um kynhneigð sína. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og yfirmaður Helga hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla, þar til nú. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segist Sigríður hafa áminnt Helga í gær, fimmtudag, vegna ummælanna. Mbl.is greindi fyrst frá. Áminning Sigríðar er reist á því að ummæli Helga hafi „varpað rýrð á störf hans sem vararíkissaksóknari, á embætti ríkissaksóknara og ákæruvaldið almennt,“ og vísar hún til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ummælin hafi grafið undan virðingu og trausti til embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.vísir/vilhelm „Hér ber að undirstrika að vararíkissaksóknari er staðgengill ríkissaksóknara sem er æðsti handhafi ákæruvalds hér á landi. Vararíkissaksóknara ber því að vera öðrum ákærendum fyrirmynd í allri sinni framgöngu,“ segir í svari Sigríðar. Í kjölfar ummælanna sagði Helgi Magnús að sér þyki vænt um samkynhneigða en ekki megi gera ráð fyrir að allir segðu satt til um kynhneigð sína. Skaðinn var þó skeður enda vöktu ummælin hörð viðbrögð. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði ummæli Helga slá sig illa og Samtökin '78 kærðu vararíkissaksóknarann til lögreglu þar sem þau telja ummælin falla undir hatursorðræðu. Sigríður áréttir að lokum að áminningin varði einungis háttsemi vararíkissaksóknara utan starfs en „ekki störf hans sem vararíkissaksóknari sem engar athugasemdir hafa verið gerðar við.“
Hinsegin Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35 Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Samtökin '78 kæra vararíkissaksóknara til lögreglu Samtökin 78, samtök hinsegin fólks á Íslandi munu kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara til lögreglu í dag vegna ummæla hans um hinsegin fólk og hælisleitendur. 26. júlí 2022 06:35
Þurfi að taka sig upp í kynlífi til að sanna kynhneigð Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir ummæli vararíkissaksóknara toppinn á ísjakanum. Dæmi séu um það að samkynhneigðir menn hafi þurft að taka sig upp í kynlífi til þess að sanna að eigin kynhneigð. 23. júlí 2022 10:49