„Ég drep þig ef þú meiðir Messi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Agüero vill að ekkert komi fyrir Messi félaga sinn. Alexandre Schneider/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Sergio Agüero sendi skýr skilaboð til fyrrum félaga síns í argentínska landsliðinu eftir að dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í gær. Agüero er 34 ára gamall og neyddist til að leggja skóna á hilluna í fyrra, skömmu eftir að hafa samið við stórlið Barcelona. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í miðjum leik í október í fyrra og staðfesti að hann væri hættur í desember. Kappinn er virkur á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi myndbandsmiðlinum Twitch, þar sem hann var í beinni útsendingu á meðan drátturinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór fram. Paris Saint-Germain, félag Lionels Messi, sem lék um árabil með Agüero í argentínska landsliðinu dróst þar í riðil með Benfica frá Portúgal. Með Benfica leikur Nicolás Otamendi, sem hefur einnig leikið með argentínska landsliðinu undanfarin ár, og var liðsfélagi Agüero hjá Manchester City. Agüero og Otamendi unnu þónokkra titla saman hjá Manchester City.Michael Regan/Getty Images Agüero sendi skýr skilaboð til Otamendi eftir að liðin drógust saman. „Gerðu það ekki meiða Messi, Otamendi, ég mun drepa þig. Það er heimsmeistaramót fram undan,“ sagði Agüero í útsendingunni í gær. Líkt og hann bendir á tekur Argentína þátt á HM sem hefst í lok nóvember í Katar, þar sem gera má ráð fyrir að bæði Messi og Otamendi verði í leikmannahópnum. Argentína er í C-riðli keppninnar með Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi. Fyrsti leikur liðsins er við Sáda þann 22. nóvember. A reação de Agüero ao ver PSG e Benfica no mesmo grupo da Champions: Não me lesiones o Messi, Otamendi, que eu mato-te... Vem aí o Mundial pic.twitter.com/Rgm2Uhu0kY— B24 (@B24PT) August 26, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Agüero er 34 ára gamall og neyddist til að leggja skóna á hilluna í fyrra, skömmu eftir að hafa samið við stórlið Barcelona. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í miðjum leik í október í fyrra og staðfesti að hann væri hættur í desember. Kappinn er virkur á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi myndbandsmiðlinum Twitch, þar sem hann var í beinni útsendingu á meðan drátturinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór fram. Paris Saint-Germain, félag Lionels Messi, sem lék um árabil með Agüero í argentínska landsliðinu dróst þar í riðil með Benfica frá Portúgal. Með Benfica leikur Nicolás Otamendi, sem hefur einnig leikið með argentínska landsliðinu undanfarin ár, og var liðsfélagi Agüero hjá Manchester City. Agüero og Otamendi unnu þónokkra titla saman hjá Manchester City.Michael Regan/Getty Images Agüero sendi skýr skilaboð til Otamendi eftir að liðin drógust saman. „Gerðu það ekki meiða Messi, Otamendi, ég mun drepa þig. Það er heimsmeistaramót fram undan,“ sagði Agüero í útsendingunni í gær. Líkt og hann bendir á tekur Argentína þátt á HM sem hefst í lok nóvember í Katar, þar sem gera má ráð fyrir að bæði Messi og Otamendi verði í leikmannahópnum. Argentína er í C-riðli keppninnar með Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi. Fyrsti leikur liðsins er við Sáda þann 22. nóvember. A reação de Agüero ao ver PSG e Benfica no mesmo grupo da Champions: Não me lesiones o Messi, Otamendi, que eu mato-te... Vem aí o Mundial pic.twitter.com/Rgm2Uhu0kY— B24 (@B24PT) August 26, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira