„Ég drep þig ef þú meiðir Messi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 15:00 Agüero vill að ekkert komi fyrir Messi félaga sinn. Alexandre Schneider/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Sergio Agüero sendi skýr skilaboð til fyrrum félaga síns í argentínska landsliðinu eftir að dregið var í riðla Meistaradeildar Evrópu í gær. Agüero er 34 ára gamall og neyddist til að leggja skóna á hilluna í fyrra, skömmu eftir að hafa samið við stórlið Barcelona. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í miðjum leik í október í fyrra og staðfesti að hann væri hættur í desember. Kappinn er virkur á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi myndbandsmiðlinum Twitch, þar sem hann var í beinni útsendingu á meðan drátturinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór fram. Paris Saint-Germain, félag Lionels Messi, sem lék um árabil með Agüero í argentínska landsliðinu dróst þar í riðil með Benfica frá Portúgal. Með Benfica leikur Nicolás Otamendi, sem hefur einnig leikið með argentínska landsliðinu undanfarin ár, og var liðsfélagi Agüero hjá Manchester City. Agüero og Otamendi unnu þónokkra titla saman hjá Manchester City.Michael Regan/Getty Images Agüero sendi skýr skilaboð til Otamendi eftir að liðin drógust saman. „Gerðu það ekki meiða Messi, Otamendi, ég mun drepa þig. Það er heimsmeistaramót fram undan,“ sagði Agüero í útsendingunni í gær. Líkt og hann bendir á tekur Argentína þátt á HM sem hefst í lok nóvember í Katar, þar sem gera má ráð fyrir að bæði Messi og Otamendi verði í leikmannahópnum. Argentína er í C-riðli keppninnar með Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi. Fyrsti leikur liðsins er við Sáda þann 22. nóvember. A reação de Agüero ao ver PSG e Benfica no mesmo grupo da Champions: Não me lesiones o Messi, Otamendi, que eu mato-te... Vem aí o Mundial pic.twitter.com/Rgm2Uhu0kY— B24 (@B24PT) August 26, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Agüero er 34 ára gamall og neyddist til að leggja skóna á hilluna í fyrra, skömmu eftir að hafa samið við stórlið Barcelona. Hann fann fyrir hjartsláttartruflunum í miðjum leik í október í fyrra og staðfesti að hann væri hættur í desember. Kappinn er virkur á samfélagsmiðlum, þá sér í lagi myndbandsmiðlinum Twitch, þar sem hann var í beinni útsendingu á meðan drátturinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fór fram. Paris Saint-Germain, félag Lionels Messi, sem lék um árabil með Agüero í argentínska landsliðinu dróst þar í riðil með Benfica frá Portúgal. Með Benfica leikur Nicolás Otamendi, sem hefur einnig leikið með argentínska landsliðinu undanfarin ár, og var liðsfélagi Agüero hjá Manchester City. Agüero og Otamendi unnu þónokkra titla saman hjá Manchester City.Michael Regan/Getty Images Agüero sendi skýr skilaboð til Otamendi eftir að liðin drógust saman. „Gerðu það ekki meiða Messi, Otamendi, ég mun drepa þig. Það er heimsmeistaramót fram undan,“ sagði Agüero í útsendingunni í gær. Líkt og hann bendir á tekur Argentína þátt á HM sem hefst í lok nóvember í Katar, þar sem gera má ráð fyrir að bæði Messi og Otamendi verði í leikmannahópnum. Argentína er í C-riðli keppninnar með Sádí-Arabíu, Mexíkó og Póllandi. Fyrsti leikur liðsins er við Sáda þann 22. nóvember. A reação de Agüero ao ver PSG e Benfica no mesmo grupo da Champions: Não me lesiones o Messi, Otamendi, que eu mato-te... Vem aí o Mundial pic.twitter.com/Rgm2Uhu0kY— B24 (@B24PT) August 26, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó