Lífið

Sigga Dögg með skrif­stofu á hjólum: „Bíla­salinn hélt að ég væri að grínast“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala leit við hjá Siggu Dögg í húsbílinn. 
Vala leit við hjá Siggu Dögg í húsbílinn. 

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur er með skrifstofuna sína á hjólum en hún á nettan húsbíl sem hægt er að leggja hvar sem er og hún velur á hverjum degi nýja staðsetningu og nýtt útsýni.

Sigga Dögg er þekkt fyrir einstaka fyrirlestra og miðlun og vinnu sem kynfræðingur. Þættir hennar Alls konar kynlíf sem sýndir eru á Stöð 2 hafa alveg slegið í gegn og voru tilnefndir til Edduverðlaunanna. Vala Matt fór og skoðaði þessa einstöku skrifstofu Siggu Daggar og ræddi við hana um framtíðina í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég var fyrst svolítið stressuð að keyra svona stóran bíl, mér finnst þetta stór bíll, en þegar ég komst upp á lagið með þetta þá sá ég að hann kemst í öll stæði, hann kemst á alla vegi og það er ekkert ves. Ég vil hafa hann svona nettan, mér finnst ekki gaman að þrífa hann. Þegar ég sá hann á bílasölunni þá vildi ég bara strax kaupa hann. Bílasalinn hélt að ég væri að grínast,“ segir Sigga og heldur áfram.

„Ég er eiginlega svekkt út í sjálfan mig að hafa ekki fattað þetta fyrr. Ég er búinn að vera keyrandi um á Yaris-um út um allt land í allskonar aðstæðum og dauðþreytt. Keyrandi um á öllum stundum sólahringsins og sofandi í kaffistofum í skólum og auðvitað hefði ég átt að gera þetta miklu fyrr. Núna er ég búin að ná vinnuflæðinu hingað inn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.