Þetta kemur fram á heimasíðu Fimleikasambandsins sem í gær fékk staðfestingu á því að Jónas Ingi yrði með á HM. Áður var ljóst að þau Valgarð Reinhardsson, Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir hefðu tryggt sig inn á mótið.
Jónas Ingi var grátlega nálægt því að tryggja sig inn strax inn á HM með árangri sínum á EM, en keppendur fengu sæti á HM eftir því í hvaða sæti þeir enduðu í fjölþrautakeppninni á EM. Jónas Ingi hafnaði þar í 61. sæti með 72,865 stig.
Hann varð að láta sér nægja að vera fyrsti varamaður inn á HM en nú hefur keppandi gengið úr skaftinu og Jónas Ingi því bæst í hóp HM-fara.
Heimsmeistaramótið fer fram í Liverpool dagana 29. október til 6. nóvember.