„Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 23:00 Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna ræddu um erfiðan leik Aftureldingar gegn Stjörnunni. Vísir/Stöð 2 Sport „Við getum ekki farið frá þessum leik nema ræða aðeins Aftureldingu,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, í seinasta þætti eftir að Afturelding steinlá gegn Stjörnunni, 7-1. Afturelding situr í næst neðsta sæti deildarinnar og er á barmi falls og sérfræðingar þáttarins hafa áhyggjur af liðinu. „Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
„Þær byrja vel í þessum leik og Alexander [Aron Davísson, þjáfari Aftureldingar] svekkir sig aðeins á þessum dómum, sem er kannski allt í lagi að gera, en það virkar á mann stundum svona panik og læti í kringum liðið þegar illa gengur.“ Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir voru sérfærðingar í setti með Helenu. Harpa tók upp hanskann fyrir þjálfara liðsins, áður en hún las honum lífsreglurnar. „Ég hef gaman að Alexander og ég hef fulla trú á honum og hann er greinilega mikill peppari. Viðtöl við hann hins vegar eru mér stórt spurningamerki. Þegar þú tapar 7-1 þá ferðu ekki fyrst í að kenna dómaranum um, það er alveg klárt mál,“ sagði Harpa. „Augljóslega var hans upplegg að virka framan af, en maður sá það fljótt að það dró af og þær skora gott mark, en mér fannst Stjarnan vera með yfirhöndina allan tíman. Þetta var meira spurning um hvenær en ekki hvort og ég held að þessi vítaspyrnudómur hafi ekki verið aðalatriðið.“ „Hins vegar fannst mér varnarleikur Aftureldingar í þessum mörkum sem þær eru að fá á sig í kjölfar vítaspyrnunnar, ég myndi frekar setja spurningamerki við hann. Ég held að Stjarnan hafi bara verið of stór biti fyrir þetta lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Afturelding
Bestu mörkin Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn