Sjáðu þegar Ísak áttaði sig á því hverjum hann myndi mæta í Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 21:15 Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt hissa þegar hann áttaði sig á því að hann og félagar hans í FCK myndu mæta stórliðum á borð við Manchester City og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Youtube/FC Köbenhavn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður danska liðsins FCK, fylgdist að sjálfsögðu vel með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Dönsku meistararnir voru í pottinum í fyrsta skipti í sex ár og mæta meðal annars Englandsmeisturum Manchester City. Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira
Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Sjá meira