Sjáðu þegar Ísak áttaði sig á því hverjum hann myndi mæta í Meistaradeildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2022 21:15 Ísak Bergmann Jóhannesson var vægast sagt hissa þegar hann áttaði sig á því að hann og félagar hans í FCK myndu mæta stórliðum á borð við Manchester City og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Youtube/FC Köbenhavn Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður danska liðsins FCK, fylgdist að sjálfsögðu vel með þegar dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag. Dönsku meistararnir voru í pottinum í fyrsta skipti í sex ár og mæta meðal annars Englandsmeisturum Manchester City. Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira
Íslendingalið FCK verður í G-riðli með Manchester City, Sevilla og Borussia Dortmund. Þrír Íslendingar eru á mála hjá danska liðinu, en ásamt Ísaki eru þeir Hákon Arnar Haraldsson og Orri Óskarsson samningsbundir félaginu. FCK birti nú í kvöld skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sinni þar sem má sjá Ísak fylgjast með drættinum af áhuga. Ísaki bregður augljóslega þegar nafn danska liðsins kemur upp úr pottinum og hann áttar sig á því hvaða liðum hann og félagar hans munu mæta. Isaks ansigtsudtryk efter dén lodtrækning… 😮🤩 Hvilken GIF passer til din? 🤷🏼♂️Se hele hans reaktion her: https://t.co/0cGuh9GRBX #fcklive pic.twitter.com/7GHjoOcwJ4— F.C. København (@FCKobenhavn) August 25, 2022 Félagið birti einnig sama myndband frá öðru sjónarhorni á heimasíðu sinni, ásamt viðtali við Ísak þar sem hann fer yfir dráttinn og möguleika liðsins í riðlinum. „Þetta verður erfitt, en gaman að fá spila á móti liði eins og Manchester City sem er eitt af betri liðum í heiminum. Eins Dortmund þar sem er frábær stemning á Signal Iduna Park,“ sagði Ísak. „Að spila á móti De Bruyne,“ sagði Ísak svo þegar hann var spurður að því hvað það væri sem hann hlakkaði mest til. „En að spila Evrópuleiki með FCK og að spila stærstu leikina verður ótrúlega gaman.“ „Það getur allt gerst í fótbolta. Við getum unnið alla leiki, en það verður erfitt. Ég kom til FCK til að vinna dönsku deildina og spila í Meistaradeildinni þannig að ég hlakka bara til,“ sagði Ísak, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=CBT84CDnqQ0">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Sjá meira