„Veltur mjög mikið á því hvernig verður samið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. ágúst 2022 18:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri fóru yfir þá stöðu sem uppi er á fundi í Seðlabanka Íslands í morgun. Vísir/Arnar Þróun verðbólgunnar til lengri tíma litið veltur að miklu leyti á komandi kjaraviðræðum að sögn seðlabankastjóra. Gert er ráð fyrir að hún haldi áfram að aukast og nái tveggja stafa tölu síðar á árinu. Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“ Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Sjá meira
Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru hækkaðir í dag um 75 punkta en þeir hafa ekki verið hærri í sex ár. Þetta er í áttunda sinn í röð sem stýrivextirnir eru hækkaðir, nú úr 4,75% í 5,5%. Verðbólga mældist 9,9% í júní en bankinn gerir ráð fyrir að hún verði 11% síðar á árinu. „Það gengur mun betur í hagkerfinu heldur en við höfðum búist við. Íslandi gengur mun betur en það líka þýðir það að það er meiri þensla og þá kemur meiri verðbólga,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri um ástæður stýrivaxtahækkunarinnar nú. Reiknað er með 6% hagvexti í ár, sem er 1,3% meira en var gert ráð fyrir í maí. Seðlabankinn telur að grípa þurfi í taumana til þess að koma í veg fyrir ofþenslu. „Við viljum ekki sjá svaka æsing og þenslu sem síðan kannski hefnir sín með samdrætti. Við erum að reyna að halda stöðugleika í kerfinu. Það er okkar hlutverk að tryggja að fólk taki minna af lánum. Fyrirtæki fari í minna af fjárfestinum. Bara til að reyna halda þessu jafnvægi.“ Mikilvægt sé að stjórnvöld stefni í sömu átt. „Taki niður hallann á ríkissjóði og vera ekki að eyða peningum.“ Ásgeir segir framhaldið meðal annars ráðast af ákvörðunum á vinnumarkaði en fram undan eru kjaraviðræður. „Verðbólga svona litið til lengri tíma veltur mjög mikið á því hvernig verður samið.“ Langtímakjarasamning líkt og lífskjarasamningurinn sé góð forskrift fyrir komandi kjaraviðræður „Þar sem er horft á allan samninginn í heild sinni. Ekki einhverja sex mánuði í einu. Mögulega það að það verði þá skilningur á því að við verðum að ná niður verðbólgu á fyrri hluta samningsins og það verði þá ábati sem að verði á seinni hluta samningsins. Eins og síðasti samningur var sem er reyndar bara mjög vel heppnaður.“
Seðlabankinn Íslenska krónan Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,75 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Þetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans í röð. 24. ágúst 2022 08:30