Ten Hag tók refsinguna með leikmönnum United Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 12:00 Ten Hag var ekki yfir refsingu leikmanna hafinn og axlaði sinn hluta ábyrgðarinnar. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, refsaði sjálfum sér ásamt leikmönnum liðsins eftir slæmt tap fyrir Brentford þarsíðustu helgi. Eitthvað virðist leikmannahópur United hafa hrist sig saman þar sem sigur á Liverpool fylgdi á mánudagskvöld. Það vakti töluverða athygli að ten Hag refsaði leikmönnum United eftir agalega frammistöðu liðsins gegn Brentford þarsíðasta laugardag. United var niðurlægt, 4-0, og sat eftir á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvo leiki, gegn Brighton og Brentford. Ten Hag brá á það ráð að aflýsa frídegi sem leikmenn liðsins áttu að eiga daginn eftir. Hann skipaði leikmönnum United að hlaupa 13,9 kílómetra í 33 gráðu hita, sem vísaði til þess að leikmenn United hlupu 13,9 kílómetrum minna en kollegar sínir hjá Brentford í tapinu. Breskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að ten Hag var ekki yfir refsinguna hafinn sjálfur. Hann hafi axlað ábyrgð ásamt leikmönnunum og hlaupið vegalengdina með þeim. Samkvæmt Mirror er ten Hag sagður hafa verið líkamlega ónýtur eftir hlaupið, en uppátæki hans hafi hreyft við leikmönnum liðsins - kvartanir þeirra undan refsingunni hafi skyndilega hljóðnað þegar í ljós kom að þjálfarinn myndi hlaupa með þeim. Það var líkt og annað United-lið hefði mætt til leiks þegar Liverpool var í heimsókn á Old Trafford á mánudagskvöldið. Heimamenn voru afar kröftugir og lexían um skort á vinnslu virðist hafa skilað sér þar sem leikmenn United hlupu samanlagt 109,4 kílómetra í leiknum, sem var tæplega 14 kílómetrum meira en í tapinu fyrir Brentford níu dögum fyrr. Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Það vakti töluverða athygli að ten Hag refsaði leikmönnum United eftir agalega frammistöðu liðsins gegn Brentford þarsíðasta laugardag. United var niðurlægt, 4-0, og sat eftir á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvo leiki, gegn Brighton og Brentford. Ten Hag brá á það ráð að aflýsa frídegi sem leikmenn liðsins áttu að eiga daginn eftir. Hann skipaði leikmönnum United að hlaupa 13,9 kílómetra í 33 gráðu hita, sem vísaði til þess að leikmenn United hlupu 13,9 kílómetrum minna en kollegar sínir hjá Brentford í tapinu. Breskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að ten Hag var ekki yfir refsinguna hafinn sjálfur. Hann hafi axlað ábyrgð ásamt leikmönnunum og hlaupið vegalengdina með þeim. Samkvæmt Mirror er ten Hag sagður hafa verið líkamlega ónýtur eftir hlaupið, en uppátæki hans hafi hreyft við leikmönnum liðsins - kvartanir þeirra undan refsingunni hafi skyndilega hljóðnað þegar í ljós kom að þjálfarinn myndi hlaupa með þeim. Það var líkt og annað United-lið hefði mætt til leiks þegar Liverpool var í heimsókn á Old Trafford á mánudagskvöldið. Heimamenn voru afar kröftugir og lexían um skort á vinnslu virðist hafa skilað sér þar sem leikmenn United hlupu samanlagt 109,4 kílómetra í leiknum, sem var tæplega 14 kílómetrum meira en í tapinu fyrir Brentford níu dögum fyrr.
Enski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira