Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 09:30 Skrifstofa forseta Íslands gagnrýnir vinnubrögð Fréttablaðsins í yfirlýsingu í morgun. Vísir/Vilhelm Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20