Keane og Neville ósammála um Casemiro: „Svona á ekki að sjást“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 14:02 Keane er spenntur fyrir Casemiro. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Skiptar skoðanir eru um kaup Manchester United á brasilíska miðjumanninum Casemiro frá Real Madrid. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum kaupanna en sá brasilíski sá United vinna Liverpool 2-1 á Old Trafford í gærkvöld. Fyrrum United-mennirnir Roy Keane og Gary Neville eru ósammála um kaupin. United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
United greiðir Real Madrid 60 milljónir punda fyrir Casemiro en hann hefur verið á meðal betri djúpu miðjumanna heims undanfarin ár, enda verið lykilmaður í Real liði sem hefur unnið þrjár spænska deildartitla og fimm Meistaradeildartitla með hann á miðjunni. Roy Keane spilaði árum saman á miðju United á blómaskeiði félagsins undir Sir Alex Ferguson en hann kvaðst spenntur fyrir því að sjá Casemiro í rauðu treyjunni í setti Sky Sports fyrir leik United við Liverpool í gær. „Þeir eru klárlega örvæntingafullir en mér finnst hann góður leikmaður, það er hægt að líta á stóru myndina og segja að þetta sér mikill peningur og langur samningur, eins og Eriksen fékk þriggja ára samning,“ „Þeir eru örvæntingafullir og þá þarftu líklega að greiða meira en uppsett verð, býst ég við, en hann er góð kaup, þó þeir hafi greitt mikið fyrir hann,“ segir Keane en samkvæmt breskum miðlum fær Casemiro gríðarhá laun hjá United og fær að auki fimm ára samning þrátt fyrir að vera þrítugur. Gætu setið uppi með háan launakostnað fyrir bekkjarsetumann Neville er ekki sannfærður.James Gill - Danehouse/Getty Images) Gary Neville, liðsfélagi Keane hjá United til fjölda ára, segir það hættumerki og United geti lent í vandræðum vegna þess eftir nokkur ár. „Hann er þrítugur, og hann fær fimm ára samning? segir Neville. Önnur lið eru mjög skýr í því sem þau vilja á markaðnum, þú sérð þau ekki skjótast frá einum leikmanni til þess næsta. Þeir áttu að fá De Jong, Rabiot og svo endar það á Casemiro á sturluðum samningi sem mun kosta félagið 160 milljónir punda,“ segir Neville. „Ég býst við að hann geri vel fyrir United í nokkur ár, Casemiro, en hann gæti verið maður sem er kominn yfir sitt besta eftir tvö ár kostandi pening sem þeir komast ekki undan að greiða leikmanni sem þeir geta ekki losað sig við. Það gæti verið Erik ten Hag, eða nýr þjálfari eða nýir eigendur sem sitja uppi með það, svo það er klárlega mikil örvæntingarlykt af kaupunum vegna þess að fimm ára samningur fyrir þrítugan mann á ekki að sjást,“ segir Neville.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira