Liverpool ekki unnið leik án Mane en Bayern með nýtt met með Mane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2022 13:00 Sadio Mane hefur smollið inn í lið Bayern München sem er óstöðvandi með hann innan borðs. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool og margir telja sjá það á sóknarleik liðsins. Nýja lið Senegalans leikur aftur á móti við hvern sinn fingur. Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira
Bayern München keypti Mane frá Liverpool í sumar og ekkert lið hefur byrjað Bundesligu tímabil betur í markaskorun en einmitt Bayern í ár. Bæjarar hafa skorað fimmtán mörk í fyrstu þremur leikjunum eða fimm mörk að meðaltali í leik. Liðið er ekki aðeins með fullt hús stiga heldur einnig plús fjórtán í markatölu (15-1). View this post on Instagram A post shared by Bundesliga (@bundesliga) Mane er einn af markahæstu mönnum þýsku deildarinnar með þrjú mörk í þessum þremur leikjum. Tveir af þessum leikjum Bayern hafa verið á útivelli og þar hafa þeir unnið stórsigra, fyrst 6-1 sigur á Eintracht Frankfurt og svo 7-0 sigur á VfL Bochum. Mane hefur skorað í báðum þessum leikjum. Liverpool liðið lék aftur á móti sinn þriðja deildarleik í gær og hefur enn ekki náð að fagna sigri. Liðið hefur tapað sjö stigum í fyrstu þremur leikjunum og er bara með tvö stig í sextánda sæti deildarinnar. Þetta er versta byrjun liðsins á tímabili undir stjórn Jürgen Klopp og eftir tapið í gær er liðið meira að segja fyrir neðan Manchester United. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Aston Villa, Manchester United og Bournemouth hafa öll tapað tveimur leikjum og eru með -3 eða verra en þau eru samt ofar en Liverpool í töflunni. Það er flestum ljóst að Liverpool saknar pressuskrímslsins Mane en hann kemur ekki aftur og því þurfa lærisveinar Klopp að fara að taka sig saman í andlitinu og fara að vinna leiki ef þeir ætla að keppa um efstu sætin á þessari leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Sjá meira