„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 09:23 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57