Berglind Björg Þorvaldsdóttir var einnig í leikmannahópi Brann, en hún kom ekki við sögu í leiknum.
Norska liðið fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn eftir að liðið skoraði tvö mörk með stuttu millibili eftir rúmlega tuttugu mínútna leik.
Liðið bætti svo þriðja markinu við snemma í síðari hálfleik áður en þær serbnesku minnkuðu muninn á 72. mínútu og þar við sat.
Niðurstaðan því 3-1 sigur Brann og liðið er á leið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.