Dortmund tapaði á makalausan hátt | Martröð Leverkusen heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:33 Bæjarar í bölvuðu basli. Federico Gambarini/picture alliance via Getty Images Bayer Leverkusen hefur farið agalega af stað í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta og er án stiga. Bætt var frekar á kvalir liðsins í dag en kvalir leikmanna Borussia Dortmund voru tæplega minni. Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0. Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Borussia Dortmund var ásamt Bayern Munchen eina liðið með fullt hús stiga fyrir umferðina. Þeir gulklæddu viðhéldu því með 2-1 heimasigri á nýliðum Werder Bremen í dag. Julian Brandt skoraði fyrra markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks, eftir stoðsendingu frá Marco Reus. Sá síðarnefndi lagði svo upp öðru sinni fyrir Raphael Guerreiro sem skoraði stundarfjórðungi fyrir leikslok. Allt stefndi því í að Dortmund settist á topp deildarinnar með öruggum 2-0 sigri. Lee Buchanan minnkaði hins vegar muninn í 2-1 á 89. mínútu. Eitthvað kveikti það neista hjá Brimarborgurum því Niklas Schmidt jafnaði á 93. mínútu áður en Skotinn Oliver Burke tryggði liðinu glórulausan 3-2 sigur eftir að liðið hafði verið 2-0 undir á 88. mínútu leiksins. Dortmund er því með sex stig í sjötta sæti en Bremen fer með sigrinum upp að þeim, með fimm stig í því sjöunda. Burke fullkomnaði ótrúlega endurkomu Brimarborgara.Christof Koepsel/Getty Images Vonleysið algjört hjá Leverkusen Bayer Leverkusen er áfram án stiga eftir 3-0 tap fyrir Hoffenheim. Christoph Baumgartner, Andrej Kramaric og Georginio Rutter skoruðu mörk Hoffenheim sem er í sjötta sæti með sex stig. Leverkusen er án stiga eftir þrjá leiki, blýfast við botn deildarinnar með markatöluna 1-5. Í þokkabót féll liðið úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar eftir 4-3 tap fyrir þriðju deildarliði Elversberg. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá. Suður-Kóreumaðurinn Jae-sung Lee tryggði Mainz 2-1 útisigur á Augsburg með marki í uppbótartíma. Ítalinn Vincenzo Grifo skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Freiburgar á Stuttgart og þá skildu Wolfsburg og Schalke jöfn, 0-0.
Þýski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira