Átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2022 23:01 Corey Norman verður ekki með í næstu átta leikjum Toulouse Olympique af frekar furðulegum ástæðum. NRL Photos via Getty Images Corey Norman, leikmaður franska rúgbíliðsins Toulouse Olympique, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir að stinga hönd á milli rasskinna andstæðings síns í leik gegn Warrington. Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum. Rugby Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Norman er gert að sök að hafa stungið hönd sinni á milli rasskinna Oliver Holmes í miðjum leik er botnlið Toulouse tapaði gegn Warrington síðastliðinn fimmtudag. Leikmaðurinn verður því ekki með liðinu það sem eftir lifir tímabils þar sem liðið á aðeins sex leiki eftir, en Toulouse er fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni. Norman hefur neitað sök í þessu furðulega máli, en þriggja manna nefnd á vegum deildarinnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessi 31 árs leikmaður hafi „viljandi lagt hönd á milli rasskinna andstæðings,“ og því stendur bannið. Corey Norman learns his fate for the "deliberate placing of his hand and fingers on the buttocks" of an opponentSTORY: https://t.co/IhNje09I36 pic.twitter.com/ZQxIQw7RIU— Telegraph Sport (@telegraph_sport) August 16, 2022 „Myndbandsupptökur af atvikinu sýna að Corey Norman færir vinstri hönd sína viljandi yfir Oliver Holmes og þaðan á rasskinnar hans,“ segir í úrskurði nefndarinnar. „Myndbandsupptökurnar sýna einnig að Norman leggur höndina og fingur sína viljandi á milli rasskinna Holmes, sem í kjölfarið kallar fram snögg viðbrögð og kvartanir frá Holmes. Viðbrögð liðsfélaga Holmes, Danny Walker, og vitnisburður Holmes gera það að verkum að við höfum komist að þeirri niðurstöðu að Norman hafi viljandi stungið hönd sinni á milli rasskinna andstæðings síns og því stendur bannið.“ Norman mun ekki einungis þurfa að sitja af sér átta leikja bann því hann hefur einnig verið sektaður um fimmhundruð pund, sem samsvarar tæplega 84 þúsund krónum.
Rugby Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira