Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2022 20:55 Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt unnu nauman sigur í kvöld. Stanislav Vedmid/DeFodi Images via Getty Images Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt unnu 1-0 sigur er liðið tók á móti króatíska liðinu Dinamo Zagreb. Alfons var á sínum stað í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í hægri bakverði, en það var Amahl Pellegrino sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Joel Mvuka Mugisha. Det er over på Aspmyra! 💪 Alt avgjøres om en uke i Zagreb pic.twitter.com/aJOpTD7D8D— FK Bodø/Glimt (@Glimt) August 16, 2022 Þá unnu Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í FCK góðan 2-1 sigur gegn tyrknesku meisturunum í Trabzonspor. Hákon var í byrjunarliði FCK og lék fyrstu 70 mínútur leiksins, en Ísak Bergmann kom inn af varamannabekknum þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Viktor Claesson skoraði fyrra mark heimamanna í FCK eftir tæplega tíu mínútna leik áður en Lukas Lerager tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik. Anastasios Bakasetas minnkaði hins vegar muninn fyrir gestina á 79. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur FCK. Íslendingaliðin fara því bæði með eins marks forystu í síðari viðureignir liðanna um laus sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðir leikirnir fara fram á miðvikudaginn eftir rúma viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt unnu 1-0 sigur er liðið tók á móti króatíska liðinu Dinamo Zagreb. Alfons var á sínum stað í byrjunarliðinu og lék allan leikinn í hægri bakverði, en það var Amahl Pellegrino sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá Joel Mvuka Mugisha. Det er over på Aspmyra! 💪 Alt avgjøres om en uke i Zagreb pic.twitter.com/aJOpTD7D8D— FK Bodø/Glimt (@Glimt) August 16, 2022 Þá unnu Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í FCK góðan 2-1 sigur gegn tyrknesku meisturunum í Trabzonspor. Hákon var í byrjunarliði FCK og lék fyrstu 70 mínútur leiksins, en Ísak Bergmann kom inn af varamannabekknum þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Viktor Claesson skoraði fyrra mark heimamanna í FCK eftir tæplega tíu mínútna leik áður en Lukas Lerager tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik. Anastasios Bakasetas minnkaði hins vegar muninn fyrir gestina á 79. mínútu og niðurstaðan því 2-1 sigur FCK. Íslendingaliðin fara því bæði með eins marks forystu í síðari viðureignir liðanna um laus sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Báðir leikirnir fara fram á miðvikudaginn eftir rúma viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira