Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufyrirtækinu Unted Agents. Evans lést af völdum hjartaáfalls, en hann bjó við ána Dart í héraðinu Devon í suðvesturhluta Englands.
Bókin um Hestahvíslarann kom út árið 1995 og seldist hún í um 15 milljónum eintaka og varð metsölubók í um tuttugu löndum.
Bókin var þýdd á rúmlega fjörutíu tungumál og var gerð kvikmynd sem byggði á bókinni árið 1998 með þeim Robert Redford, Scarlet Johansson, Sam Neill og Kristin Scott Thomas í aðalhlutverkum.
Sagan um Hestahvíslarann fjallar um ritstjórann Annie Graves, Grace, dóttur hennar, og hestahvíslarann Tom Booker sem býr í Montana í norðurhluta Bandaríkjanna. Eftir slys leita mægurnar til Bookers með trylltan hest, Pilgrim, en dvöl þeirra í Montana á eftir að hafa mikil áhrif á líf þeirra allra.