Aðgerðir gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 10:45 Ásta Lóa segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri en verðbólgan sjálf. Vísir/vilhelm Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir stjórnvalda gegn verðbólgunni verri fyrir heimilin en verðbólgan sjálf. Grípa þurfi til róttækra aðgerða til þess að verja heimilin. Verðbólgan nemur nú 9,9 prósent en enn meiri hækkun er spáð í ágústmánuði. Hana má að mestu rekja til innfluttrar verðbólgu, vegna hækkandi hrávöruverðs í heiminum, en einnig til vanda á húsnæðismarkaði. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 2,75 prósentustig frá áramótum, en þeir nema nú 4,75 prósentum. Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir aðgerðir stjórnvalda ekki hafa gagnast heimilunum og í raun gert þeim meiri skaða en verðbólgan sjálf. „Hvernig eiga háir vextir á Íslandi að hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á hveiti, olíu og einhverju slíku? Hvernig á það að gerast? Svarið er að það gerist ekki. Þar erum við stödd, við erum með verðbólgu sem er ekki íslensk en svo erum við með húsnæðisliðinn og þá spyr ég af hverju hann er ekki tekinn af vísitölunni? Af hverju er þetta ekki gert?“ spyr Ásta Lóa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásta Lóa vísar þar til þess að með því að reikna húsnæðisliðinn inn í vísitölu neysluverðs hækki til að mynda bæði verðbólgan sjálf og afborganir á húsnæðislánum. „Húsnæði er ekki neysluvara. Það er ekki hægt að tala um húsnæði sem neysluvöru, ekki á einn einasta hátt,“ segir Ásta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni fyrir helgi að þegar verðbólgan væri reiknuð út án húsnæðisliðarins væri verðbólgan hér sú næstlægsta í Evrópu. Ásta segir þetta reikningsdæmi ekki sanngjarnt. „Af hverju fær íslenska þjóðin þá ekki að njóta þess. Hvers vegna hefur ekkert verið gert í þessu?“ spyr Ásta. „Það er nefnilega á valdi Alþingis að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Það er á valdi þeirra, það eru þeir sem geta gert það. Vísitalan er reiknuð bæði með og án húsnæðisliðarins þannig að þetta er bara spurning um hvort við ákveðum að hafa húsnæðisliðinn þarna inni eða ekki. Þetta er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ segir hún. Þá hafi Seðlabankinn ekki gert nóg til að stemma stigu við verðbólgudraugnum. „Seðlabankinn er ekki búinn að minnka peningamagn í umferð, ég hef ekki séð það vera að gerast. Það mætti taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og til þess að verja heimilin gagnvart þessu mætti frysta verðtryggingu á lánum og leigu í að minnsta kosti eitt ár eða eitthvað þess háttar til að taka versta broddinn af,“ segir Ásta. Það séu fyrst og fremst vaxtahækkanir sem valid heimilunum erfiðleikum. Ásta nefnir að útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hafi hækkað um rúmar 100 þúsund krónur frá því í maí en aðeins 15 þúsund af þeim krónum megi rekja til verðbólgunnar. Restin sé afleiðing aðgerða stjórnvalda. „Flestar fjölskyldur ráða við þessi 15 þúsund. Fjölskyldur með meðaltekjur og undir, það er það sem þetta kemur mjög hart niður og þeim mun neðar sem þú ert í tekjustiganum þeim mun harðar. Á meðan fjölskyldur sem eru með meðaltekjur eða yfir eru alveg að sigla þetta,“ segir Ásta. „Við getum ekki bara komið með meðaltöl, eins og fjármálaráðherra vill endilega gera, og segja bara að meðaltali hafi íslenskar fjölskyldur aldrei haft það betra. Það er eins og að segja að manneskja sem stendur með annan fótinn í brennandi heitu vatni og hinn fótinn í ísköldu hafi það að meðaltali mjög gott.“ Bítið Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32 Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32 FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Verðbólgan nemur nú 9,9 prósent en enn meiri hækkun er spáð í ágústmánuði. Hana má að mestu rekja til innfluttrar verðbólgu, vegna hækkandi hrávöruverðs í heiminum, en einnig til vanda á húsnæðismarkaði. Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 2,75 prósentustig frá áramótum, en þeir nema nú 4,75 prósentum. Ásta Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins, segir aðgerðir stjórnvalda ekki hafa gagnast heimilunum og í raun gert þeim meiri skaða en verðbólgan sjálf. „Hvernig eiga háir vextir á Íslandi að hafa áhrif á heimsmarkaðsverð á hveiti, olíu og einhverju slíku? Hvernig á það að gerast? Svarið er að það gerist ekki. Þar erum við stödd, við erum með verðbólgu sem er ekki íslensk en svo erum við með húsnæðisliðinn og þá spyr ég af hverju hann er ekki tekinn af vísitölunni? Af hverju er þetta ekki gert?“ spyr Ásta Lóa í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ásta Lóa vísar þar til þess að með því að reikna húsnæðisliðinn inn í vísitölu neysluverðs hækki til að mynda bæði verðbólgan sjálf og afborganir á húsnæðislánum. „Húsnæði er ekki neysluvara. Það er ekki hægt að tala um húsnæði sem neysluvöru, ekki á einn einasta hátt,“ segir Ásta. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í Bítinu á Bylgjunni fyrir helgi að þegar verðbólgan væri reiknuð út án húsnæðisliðarins væri verðbólgan hér sú næstlægsta í Evrópu. Ásta segir þetta reikningsdæmi ekki sanngjarnt. „Af hverju fær íslenska þjóðin þá ekki að njóta þess. Hvers vegna hefur ekkert verið gert í þessu?“ spyr Ásta. „Það er nefnilega á valdi Alþingis að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Það er á valdi þeirra, það eru þeir sem geta gert það. Vísitalan er reiknuð bæði með og án húsnæðisliðarins þannig að þetta er bara spurning um hvort við ákveðum að hafa húsnæðisliðinn þarna inni eða ekki. Þetta er algjörlega á þeirra ábyrgð,“ segir hún. Þá hafi Seðlabankinn ekki gert nóg til að stemma stigu við verðbólgudraugnum. „Seðlabankinn er ekki búinn að minnka peningamagn í umferð, ég hef ekki séð það vera að gerast. Það mætti taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og til þess að verja heimilin gagnvart þessu mætti frysta verðtryggingu á lánum og leigu í að minnsta kosti eitt ár eða eitthvað þess háttar til að taka versta broddinn af,“ segir Ásta. Það séu fyrst og fremst vaxtahækkanir sem valid heimilunum erfiðleikum. Ásta nefnir að útgjöld fjögurra manna fjölskyldu hafi hækkað um rúmar 100 þúsund krónur frá því í maí en aðeins 15 þúsund af þeim krónum megi rekja til verðbólgunnar. Restin sé afleiðing aðgerða stjórnvalda. „Flestar fjölskyldur ráða við þessi 15 þúsund. Fjölskyldur með meðaltekjur og undir, það er það sem þetta kemur mjög hart niður og þeim mun neðar sem þú ert í tekjustiganum þeim mun harðar. Á meðan fjölskyldur sem eru með meðaltekjur eða yfir eru alveg að sigla þetta,“ segir Ásta. „Við getum ekki bara komið með meðaltöl, eins og fjármálaráðherra vill endilega gera, og segja bara að meðaltali hafi íslenskar fjölskyldur aldrei haft það betra. Það er eins og að segja að manneskja sem stendur með annan fótinn í brennandi heitu vatni og hinn fótinn í ísköldu hafi það að meðaltali mjög gott.“
Bítið Verðlag Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32 Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32 FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01 Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32
Að hafa hemil á fasteignaverði án þess að hækka vexti Verðbólga, eins og hún er mæld á Íslandi, er í dag 9,9%. Það er langt fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Stór hluti verðbólgunnar er vegna hækkana á fasteignaverði: fasteignaliðurinn er að baki 4 prósentustigum af núverandi ársverðbólgu. Og sé horft lengra aftur í tímann má sjá að það er fyrst og fremst fasteignaliðurinn sem hefur hækkað síðustu ár. 14. ágúst 2022 22:32
FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. 15. ágúst 2022 07:01
Fáir sigurvegarar í kjarasamningsviðræðum í óðaverðbólgu Átökin innan verkalýðshreyfingarinnar komu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins ekki á óvart en hann segir það heldur ekki til hagsbóta fyrir samtökin að stjórn Alþýðusambandsins sé í lausu lofti. Ekki virðast samtökin líta svo á að mikið svigrúm sé fyrir launahækkanir í haust. 14. ágúst 2022 12:39