Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2022 09:32 Hilmar með laxinn sem hann landaði eftir mikla baráttu í Elliðaánum í gær Í gær var haldinn seinni barnadagur Stangveiðifélags Reykjavíkur í Elliðaánum en þá fá ungir félagsmenn tækifæri til að spreyta sig í ánum. Það eru 32 hressir krakkar sem veiddu þennan dag en hópnum var skipt í tvennt, morgunvakt og kvöldvakt og það var að sögn allra viðstaddra einstaklega gaman hjá þessum duglegu krökkum við ánna í gær. Það er mikið af laxi á flestum stöðum og undir leiðsögn foreldra og leiðsögumanna voru krakkarnir að læra réttu tökin á fluguveiði. Nokkrir laxar komu á land en fleiri sluppu, margir eftir snarpa viðureign. Þess skal getið að öllum laxi var sleppt. Hilmar Þór Sigurjónsson var einn af þessum ungu veiðimönnum sem landaði laxi í gær eftir mikla baráttu en laxinn tók Squirmy í Símastreng en var landað allnokkru neðar í veiðistaðnum Hraun. Eins og sést á myndinni er þetta laglegur lax í höndunum á þessum unga veiðimanni sem á klárlega framtíðina fyrir sér við bakkann. Í hópnum voru bæði strákar og stelpur á öllum aldri og fá foreldrar og forráðamenn þakkir fyrir hjálpsemi við bakkann sem og Fræðslunefnd SVFR. Stangveiði Krakkar Reykjavík Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði
Það eru 32 hressir krakkar sem veiddu þennan dag en hópnum var skipt í tvennt, morgunvakt og kvöldvakt og það var að sögn allra viðstaddra einstaklega gaman hjá þessum duglegu krökkum við ánna í gær. Það er mikið af laxi á flestum stöðum og undir leiðsögn foreldra og leiðsögumanna voru krakkarnir að læra réttu tökin á fluguveiði. Nokkrir laxar komu á land en fleiri sluppu, margir eftir snarpa viðureign. Þess skal getið að öllum laxi var sleppt. Hilmar Þór Sigurjónsson var einn af þessum ungu veiðimönnum sem landaði laxi í gær eftir mikla baráttu en laxinn tók Squirmy í Símastreng en var landað allnokkru neðar í veiðistaðnum Hraun. Eins og sést á myndinni er þetta laglegur lax í höndunum á þessum unga veiðimanni sem á klárlega framtíðina fyrir sér við bakkann. Í hópnum voru bæði strákar og stelpur á öllum aldri og fá foreldrar og forráðamenn þakkir fyrir hjálpsemi við bakkann sem og Fræðslunefnd SVFR.
Stangveiði Krakkar Reykjavík Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði 107 sm lax veiddist í Grímsá Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði