Segist hafa orðið fyrir rasisma á Selfossi: „Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Chris Jastrzembski fer ekki fögrum orðum um dvöl sína á Selfossi. selfoss Pólski fótboltamaðurinn Chris Jastrzembski segist hafa yfirgefið Selfoss vegna kynþáttafordóma. Hann ræður öðrum pólskum leikmönnum frá því að spila á Íslandi. Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira