Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs mætir til réttarhaldanna í Manchester Crown réttinum en skuggi hefur fallið á ímynd hans þessa fyrstu þrjá daga. Getty/Christopher Furlong Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Það hefur ekki verið máluð falleg mynd af Giggs á þessum þremur fyrstu dögum réttahaldsins. Í gær var annar dagurinn í röð þar sem Kate Greville sagði sína hlið á ofbeldinu sem hún kærir Giggs fyrir. Ryan Giggs' ex-girlfriend says she became slave to his demandshttps://t.co/KgRAI0CewS— BBC News (UK) (@BBCNews) August 10, 2022 Á þriðjudeginum sagði hún frá hótunum, framhjáhaldi, afbrýðisemi og ofbeldi að hálfu Giggs. Giggs hefur aldrei neitað öllum þessum ásökunum og talaði um að sannleikurinn kæmi í ljós fyrir rétti. Hingað til hefur það verið hver hryllingssagan á fætur annarri um illkvittna og ofbeldisfulla framkomu hans við konu sem sagðist elska hann og var af þeim sökum tilbúin að láta margt ganga yfir sig. Kate sagði Giggs hafa nýtt sér það hversu berskjölduð hún var og í hve viðkvæmri stöðu hún var í. „Hann lét mér líða eins og ég þyrfti að gera allt sem hann sagði því annars yrðu afleiðingar fyrir mig. Ég var eins og þræll að sinna öllum hans þörfum og skipunum,“ sagði Kate Greville meðal annars. Today Ryan Giggs ex-girlfriend told the court she believed he suffered from narcissistic personality disorder.But it was also the day that Kate Greville was asked whether she was telling a pack of lies about the former footballer. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 10, 2022 Hún sagði líka frá kynlífs marblettum sem hún reyndi að fela með brúnkukremi en það var ljóst að hún reyndi allt til að gera Giggs ánægðan. Hann skiptist síðan á því að sýna henni mikla hörku og að vera fullur iðrunar og biðja hana afsökunar. Giggs var handtekinn í nóvember 2020 eftir að hafa skallað og sparkað í Greville en á einnig að hafa beitt yngri systur hennar ofbeldi sama kvöld. Það er búist við því að réttarhöldin standi yfir í tvær vikur og Giggs á það á hættu að vera dæmdur í fimm ára fangelsi.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira